Fab Lab

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Gcsh _rgb _300

Markmið

Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á persónumiðaðri framleiðslu, stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði og að efla nýsköpun á Íslandi. Þá er verkefninu ætlað að auka tæknilæsi almennings og almenna tæknivitund. Markmið verkefnisins eru enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og að efla samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja, menntastofnana og nemenda.

Fab Lab smiðjan mun auka tæknilæsi almennings og skapa möguleika á aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu með því að stuðla að nýsköpun. 

Fyrir hverja er Fab Lab smiðjan?

Fab Lab smiðjan er ætluð frumkvöðlum, nemendum, almenningi, fyrirtækjum og stofnunum.

Staðsetning

Fab Lab Reykjavík, Eddufelli 2, 111 Reykjavík, nánari upplýsingar veita Bas Withagen, Linda Wanders og Stefanía Kristinsdóttir í síma 567 5522567 5522, reykjavik@fablab.is. 

Nánari upplýsingar um Fab Lab Reykjavík

Fab Lab smiðja er í starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að Dalvegi 2, í Vestmannaeyjum, s: 522 9440 / 861 5032, starfsmaður er Frosti Gíslason, frosti@nmi.is 

Fab Lab Sauðárkrókur, í verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, 550 Sauðárkróki, s: 861 9802, starfsmaður er Valur Valsson, valurv@nmi.is.

Fab Lab Ísafjörður, í Menntaskólanum á Ísafirði Torfsnesi, 400 Ísafirði, s: 522 9463522 9463, starfsmaður er Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson, doddi@nmi.is

Fab Lab Austurland, í verknámshúsi Verkmenntaskóla Austurlands, Mýrargötu 10, 740 Fjarðabyggð. Nánari upplýsingar veitir Lilja Guðný Jóhannesdóttir í síma 477 1285477 1285, lilja@austurbru.is
Upplýsingar um Fab Lab Austurland má finna hér


Hugbúnaður

Hér er hægt að nálgast mörg þau forrit sem notuð eru í Fab Lab. Öll þessi forrit eru frjáls og ókeypis.