Námskeið

Nýsköpunarmiðstöð býður upp á fjölbreytt námskeið á sviði stjórnunar, nýsköpunar og þjónustu. Einnig bjóðum við vefnámskeið sem eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Hlutverk okkar er að svara þörfum og óskum viðskiptavina um fræðslu og hafa frumkvæði að nýjum lausnum á sviði menntunar og nýsköpunar. Við störfum með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum um land allt.

Nýsköpunarmiðstöð  stendur fyrir eftirfarandi námskeiðum:

Brautargengi er námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur og fyrir konur sem eru í atvinnurekstri en vilja auka rekstrarþekkingu sína.

Stofnun og rekstur fyrirtækja er ætlað þeim sem búa yfir viðskiptahugmynd og hafa hug á að stofna fyrirtæki í kringum hana. Námskeiðið er einnig ætlað þeim sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki eða vilja auka rekstrarþekkingu sína.

Námskeiðið Sóknarbraut hentar sérstaklega vel einstaklingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd eða stofna eigið fyrirtæki.

Verk- og stjórnendanám er hundrað prósent fjarnám fyrir starfandi og verðandi millistjórnendur. Markmiðið er að auka faglega og hagnýta þekkingu á mannauðsstjórnun og efla leikni og hæfni þátttakenda á þeim sviðum sem mestu skipta til að auka framleiðni fyrirtækja.

Ratsjáin - Nýsköpunar og þróunarverkefni er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem stuðlar að því að bjóða stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum þátttöku í þróunarferli með það að markmiði að efla þekkingu og hæfni sína á sviði fyrirtækjareksturs.