Leiðbeiningar

Framvinduskýrsla

Styrkþegar skila inn framvinduskýrslu ásamt reikningi fyrir þeim hluta styrks sem lokið er. Styrkurinn er jafnan greiddur út í tvennu lagi og oftast er helmingur upphæðar greiddur við skil á fyrri framvinduskýrslu, en síðari helmingur verður þá að lokaskýrslu. Verkefnisstjóri Impru ber saman skýrslu, umsókn og ákvörðun stjórnar/ráðherra og metur hvort tilteknum verkefnum hafi verið lokið. Athugið að ef styrkur er skilyrtur við ákveðin atriði úr umsókninni þá er mikilvægt miða skýrslugerð við þá þætti sem styrktir voru og gera grein fyrir þeim.

Í þessum skýrslum eiga m.a. að vera upplýsingar um framvindu og árangur borið saman við þær áætlanir sem fylgdu umsókninni.

Í framvinduskýrslu á að gera grein fyrir framgangi verkefnis. Gera þarf grein fyrir stöðu verkefnisins og skal miða við upplýsingar sem gefnar voru í verkáætlun.

 • Fara þarf yfir hvaða verkþáttur hefur verið unninn og hvernig var staðið að framkvæmdinni.
 • Fara þarf yfir hvaða árangur hefur náðst og hver eru næstu skref.
 • Gera þarf grein fyrir kostnaði við þá verkþætti sem unnir hafa verið og hvað fólst í þeim kostnaði.

Síðasta framvinduskýrslan verður lokaskýrsla og þarf að haka sérstaklega í þann reit. Gera þarft ítarlegri grein fyrir lokaniðurstöðu verkefnis.

 • Nauðsynlegt er að fara yfir þá verkþætti sem hafa verið unnir og hvernig var staðið að framkvæmdinni.
 • Meta þarf þann árangur sem náðst hefur í verkefninu og hverjar niðurstöður þess urðu.
 • Gera þarf grein fyrir hverju vinnan skilaði varðandi áframhaldandi framgang verkefnisins og hver verða næstu skref.
 • Gera þarf grein fyrir heildarkostnaði verkefnisins.

Æskilegt er að skýrslum sé eingöngu skilað á rafrænu formi.

Reikningar

Styrkur er greiddur út eftir framvindu verkefnis og skv. innsendum reikningum. Þegar greiða á styrkinn út skilar styrkþegi stöðuskýrslu til verkefnisstjóra og sendir reikning fyrir þeirri upphæð styrksins sem greiða á. Greiðandi reikningsins á að vera: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, kt. 580607-0710, Árleyni 8, 112 Reykjavík.

Vinsamlegast merkið póst á eftirfarandi hátt:

Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Árleyni 2-8
112 Reykjavík

Reikningar skulu merktir: Sigurði Steingrímssyni

Þannig kemst reikningurinn fljótt og vel til skila á réttan stað.

Reikningar þurfa að vera með forprentuðum númerum. Ef styrkþegi á ekki forprentaða reikninga er hægt að nálgast reikningahefti í næstu bókaverslun. Einnig má nota reikninga úr rafrænu bókhaldskerfi.

Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram á reikningnum eru:

 • Útgáfudagur reiknings.
 • Númer reiknings.
 • Nafn, kennitala og heimilisfang þess einstaklings eða fyrirtækis sem stuðningurinn er greiddur til.
 • Nafn og kennitala Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
 • Lýsing á verkefni því sem gefur tilefni til greiðslu reiknings.
 • Upphæð reiknings.
 • Upplýsingar um að virðisaukaskattur sé ekki innifalinn í heildarfjárhæð.
 • Upplýsingar um bankareikning sem greiðslan á að fara inn á.
 • Eingöngu er tekið á móti reikningum en ekki greiðsluseðlum sem bera vexti eða innheimtukostnað

Sjá dæmi um reikning. Athugið að þetta dæmi er aðeins til að gefa mynd af þeim upplýsingum sem þurfa að koma fram á reikningi. Ekki er hægt að nota þetta sýnishorn eða eftirprentun af því sem fullgildan reikning.

Vinsamlega athugið að styrkur úr Átaki til atvinnusköpunar er ekki undanþeginn tekjuskatti. Sjá nánar á heimasíðu Ríkisskattstjóra. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um útgáfu reikninga.

Í leiðbeiningarriti Ríkisskattstjóra kemur eftirfarandi fram:

Eyðublöð fyrir sölureikninga eiga að vera a.m.k. í þríriti og vera númeruð þannig að þau séu fyrirfram tölusett (áprentuð númer) í samfelldri töluröð.Reikningsnúmer skulu áprentuð á allt upplag reikningseyðublaða áður en þau eru tekin í notkun. Það er því ekki fullnægjandi að láta tölvu tölusetja reikninga jafn óðum. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að tölvu númering sé notuð samhliða áprentuðum númerum.Ekki eru gerðar kröfur um fjölda reikningseyðublaða sem keypt eru eða prentuð hverju sinni. Það verður hins vegar að gæta þess að hefja ekki aftur sömu númeraröð á sama reikningsári. Ef seljandi er með fleiri en eitt vsknúmer þarf hann sér reikningagerð vegna hvers þeirra, þ.e. sérstaka númeraröð vegna sérhvers vsk-númers. Ætíð skal láta viðskiptamanni í té frumrit reiknings. Eitt eintak (afrit) reiknings skal varðveita í réttri töluröð og þriðja eintakið skal liggja til grundvallar færslu á sölu í bókhaldi. Heimilt er að fella niður þriðja eintakið ef þess í stað er gert söluuppgjörsyfirlit yfir útgefna reikninga þar sem m.a. kemur fram númer, dagsetning og fjárhæð hvers reiknings. Söluuppgjörsyfirlitið er þá lagt til grundvallar færslu á sölu í bókhaldi.
Rafrænn (pappírslaus) sölureikningur er sölureikningur sem á uppruna sinn í rafrænu (pappírslausu) bókhaldskerfi í skilningi reglugerðar um rafrænt bókhald. Tölvufært bókhald er ekki það sama og rafrænt bókhald, t.d. er bókhald sem fært er í Excel ekki rafrænt bókhald. Bókhald er ekki rafrænt nema bókun viðskipta byggist á gögnum og færslum sem eiga uppruna sinn í gagnavinnslu kerfum og send eru á milli þeirra með rafskeytum sem sjálfkrafa skrást í sérstaka rafgagnadagbók.Rafrænn sölureikningur skal fá númer í samfelldri númera röð sem skal koma fram í gagnadagbók og á rafrænu fylgi skjali bókhalds, bæði hjá sendanda (seljanda) ogmóttakanda (kaupanda), svo og á prentuðu eintaki reikningsins sé um það að ræða. Eintak er prentað þegar viðskipti eru átt við kaupanda sem ekki er með rafrænt bókhaldskerfi og getur því ekki móttekið rafrænan sölureikning. Prentað eintak rafræns reiknings má vera í einriti og reikningsnúmerið þarf ekki að vera fyrirfram áprentað. Prentað eintak skal bera með sér að reikningurinn eigi uppruna sinn í rafrænu bókhaldskerfi.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um úthlutunarferlið veitir Sigurður Steingrímsson verkefnisstjóri í síma 522 9435522 9435- Netfang: sigurdurs@nmi.is