Rannsóknarverkefni

Innlend og erlend rannsóknaverkefni eru nokkur hluti af starfsemi Efnagreiningadeildar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni við rannsóknastofnanir, háskóla eða fyrirtæki.

Greiningar og prófanir

  • Almennar efnagreiningar - greiningar á vatnslausnum, málmblöndum, þungmálmum og snefilefnum
  • Efnagreiningar matvæla, jarðvegs og fóðurs - meginefni, næringarsölt og snefilefni
  • Umhverfismælingar - efnamælingar á lofti og úrkomu, vatni og gróðri
  • Umhverfisvöktun - sjálfvirkar mælistöðvar
  • Mengunarmælingar - efnamælingar í útblæstri frá stóriðju, iðnfyrirtækjum eða sorpbrennslum
  • Efnamælingar í vatni og frárennsli

Umhverfis - og mengunarmælingar

  • Mælingum á efnainnihaldi í regnvatni, ferskvatni, árvatni, sjó og frárennsli
  • Flúormælingum, kolefnismælingum og niturmælingum í gróðri
  • Mælingum á ýmsum þáttum í lofti, s.s. ryki, flúor, brennisteinstvíoxíði og nituroxíðum
  • Mengunarmælingum frá stóriðju, sorpbrennslum og iðnfyrirtækjum