Tjónagreiningar og prófanir

Á Efnis-, líf- og orkutækni er umfangsmikil þekking og reynsla á sviði ýmis konar tjónagreininga og prófana. Þegar óhapp ber að höndum getur oft verið nauðsynlegt að fá haldgóða skýringu á því hvað fór úrskeiðis og greina á milli orsaka og afleiðinga. Slíka þekkingu má nýta til fyrirbyggjandi aðgerða eða til að skera úr um hvort einhver beri ábyrgð á bilun eða óhappi. Oft er þá nauðsynlegt að fá álit óháðs þriðja aðila og þar kemur sérþekking starfsmanna  Efnis-, líf- og orkutækni til hjálpar. 

Tjónagreiningar
Tengiliður er Kolbrún R. Ragnarsdóttir

Á Efnis-, líf- og orkutækni er veitt þjónusta við greiningar á tjónum sem verða vegna tæringar eða þegar efni gefa sig. Einnig er í sumum tilfellum gerðar prófanir sem miða að því að segja til um hvort viðkomandi efni sé heppilegt til ákveðinna nota eða ekki. Efnis-, líf- og orkutækni leggur ríka áherslu á að tjónagreiningaverkefnum sé lokið með greinargóðum skýrslum.

Við rannsóknir á tjónum er stuðst við eftirfarandi:

 • Skoðun á brotsárum, með aðstoð víðsjár og rafeindasmásjár.
 • Efnagreiningar á málmun og tæringarafurðum.
 • Smásæ greining á efnisuppbyggingu.
 • Stöðluð próf á efniseiginleikum.

Efnis- og vöruprófanir
Tengiliður er Aðalsteinn Arnbjörnsson 

Efnis-, líf- og orkutækni hefur yfir að ráða fullkomnum tækjabúnaði til ýmissa prófana á málmum, plastefnum og öðrum efnum. Einnig eru gerðar prófanir á tilbúnum vörum og metið hvort þær uppfylli tilteknar kröfur.

Gerðar eru meðal annars mælingar á :

 • Togþoli
 • Þrýstiþoli
 • Stífni
 • Hörku
 • Höggþoli
 • Tæringarþoli
 • Eðlisþyngd
 • Vatnsdrægni