Rannsóknarverkefni

Rannsóknir og þróun er kjarni þeirrar starfsemi sem veitt er viðskiptamönnum Mannvirkjasviðs. Helstu rannsóknaverkefni innan deildar eru eftirfarandi:

Malbiksrannsóknir í ljósi nýrra Evrópustaðla - Malbikssetur
Verkefnisstjóri: Pétur Pétursson.

Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir í hjólfaratæki bæði á söguðu malbiki af götu og þjöppuðu á rannsóknastofu. Einnig hefur verið mælt slitþol malbiks með nýju tæki, Prall. Á næstu misserum verða framkvæmdar rannsóknir á mismunandi malbiksgerðum og malbiki með ýmsum viðbótum s.s. fjölliðum. Nokkrar skýrslur hafa verið gefnar út um prófanir í ýmsum tengdum verkefnum.

Styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar - verkefnistími: lýkur 2012.
Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Hlaðbær Colas, Vegargerðin, PP-ráðgjöf.

Steinefnabanki
Verkefnisstjóri: Óskar Örn Jónsson.

Verkefnið er í stöðugri vinnslu og fylgst er með stöðu bankans þegar sýni eru tekin úr honum. Ný sýni hafa bæst við bankann annars vegar vegna breikkunar Reykjanesbrautar fyrir nokkrum misserum og yfirstandandi breikkunar Hringvegar/Suðurlandsvegar

Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar.
Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Vegagerðin.

Klæðingar á vegum
Verkefnisstjóri: Óskar Örn Jónsson.

Unnið að er nokkrum verkefnum í samvinnu við Vegagerðina um klæðingar á vegum. Eru þar til skoðunar prófunaraðferðir, athugun á vegarköflum, könnun á mismunandi þynningarefnum og viðloðunarefnum.

Styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar - verkefnistími: lýkur 2012.
Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Vegagerðin og PP-ráðgjöf

Viðloðunarkröfur til vegklæðninga
Verkefnisstjóri: Pétur Pétursson. 

Í samstarfi við Vegagerðina hafa staðið yfir rannsóknir á viðloðun ákveðinn fylliefna við mismunandi samsetningar á olíufestiefnum.

Styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar - verkefnistími: lýkur 2012.
Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Vegagerðin og PP-ráðgjöf

Efniseiginleikar fylliefna uppdældum frá hafsbotni 
Verkefnisstjóri: Óskar Örn Jónsson.

Rannsakaðir hafa verið efniseiginlekar fylliefna frá sjávarnámum í samstarfi við Orkustofnun.

Styrkt af Orkustofnun - verkefnistími: lýkur 2012.
Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Orkustofnun og PP-ráðgjöf

Gæðasamanburður mismunandi þakgerða
Verkefnisstjóri: Björn Marteinsson.

Markmið verkefnisins er að bæta hönnunarforsendur og auðvelda val þakgerðar fyrir hús, byggt á gæðasamanburði mismunandi þakgerða fyrir íslenskar aðstæður. Á síðustu árum hafa flöt þök vaxið í vinsældum á ný og er vitað að iðuleg askortir á að frágangur þeirra sé viðunandi. Þak sem byggingarhluti hefur mikilvægu hlutverki að gegna og því skiptir miklu að valdar séu lausnir sem eru öruggar, hagkvæmar, viðráðanlegar í framkvæmd og viðhaldi. Samantekt upplýsinga um þakgerðir, eiginleika þeirra og reynsluatriði. Aðallega byggt á skoðunum og viðtölum við hönnuði, framkvæmdaaðila, eigendur og rekstraraðila.

Styrkt af Íbúðalánasjóði - verkefnistími: lýkur 2012.
Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Verkfræðideild HÍ.

Íslensk þök - gæði og þróun
Verkefnisstjóri: Björn Marteinsson.

Þök hérlendis hafa flest verið byggð sem loftræst timburþök. Á sjöunda og áttunda áratugnum var nokkuð um loftræst steypt þök en á síðustu tveimur áratugum eru óloftræst "heit" þök farin að sjást í vaxandi mæli, ýmist með regnvörn yst eða viðsnúin þök. Áreynsla á þök er mjög mikil og því brýnt að forsendur og frágangsatriði séu vel þekkt. Handbækur um þök eru þekktar og mikið notaðar erlendis, en á Íslandi er slíku ekki til að dreifa þar sem forsendur eru illa skilgreindar og ekki vitað í hvaða mæli hægt er að yfirfæra erlend reynsluatriði. Rakaálag er mikið hérlendis; loftraki hár árið um kring, úrkoma í yfir 200 daga á ári, slagregn tíð og rakaþrýstingur inni og lofthiti almennt hærri en í útilofti. Því verður að hafa bæði mjög vandaða regnvörn og rakavörn í þökum og þau verða allajafna að þorna út. Það er þekkt að endurnýja hafi þurft verulegan hluta burðarvirkis í þökum áður en þau ná 15 ára aldri. Verkefnið skilar áhugaverðum niðurstöðum, sem nýtast við hönnun og í kennslu; (1) forsendur er varða loftþrýsting við þakskegg og loftflæði í þakrás; (2) reynslu af mæliaðferð sem byggir á sporgas- og ísótópa-mælingum, og þannig skoðuð tengsl innirýmis og þaks; (3) rakabúskapur þaka, háð gerð og uppbyggingu. Niðurstöður verða birtar í skýrslu og í tímaritsgreinum með forsendum, reynsluatriðum og ábendingum varðandi frágang. Markhópar eru hönnuðir, framkvæmdaaðilar og húseigendur vegna verulegs fjárhagslegs ávinnings við bætta hönnun og aukna endingu þaka.

Styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís, lýkur 2012.
Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Verkfræðideild HÍ, Reykjavíkurborg, Línuhönnun, Ístak og Límtré-Vírnet

Hjúphús og glerjuð rými
Verkefnisstjóri: Björn Marteinsson.

Kanna reynslu hérlendis af húsum með glerhjúp eða stórum glerjuðum rýmum. Niðurstöður verða bornar saman við reynslu erlendis til að kanna hvort hér þurfi að gæta að einhverju sérstaklega. Niðurstöður verða teknar saman í riti sem greinir frá kostum og göllum rýmanna. Það færist mjög í vöxt að glerja rými, enda er aðferðin mjög áhugaverð útlitslega séð, hægt er að brjóta upp stóra kroppa með gagnsæjum tengibyggingum og jafnframt skapa áhugaveð innirými. Notkun glers í hjúp húsa getur verið áhugaverð leið til að bæta hljóðeinangrun og leysa loftræsingu húsa sem nú standa nærri miklum umferðargötum. Áhrif álags frá sólargeislun og lágum útihita á gæði innilofts verða þó um leið mjög áberandi og nauðsynlegt að kanna hvort allar forsendur séu þekktar hérlendis svo tryggja megi sem árangursríkasta hönnun.

Styrkt af Íbúðalánasjóði, lýkur 2012.
Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Umhverfis- og byggingaverkfræðideild HÍ.

Raki í steyptum gólfum - parket/dúkalagnir
Verkefnisstjóri: Björn Marteinsson.

Umfjöllun um raka og útþornunarhraða í steyptum gólfum. Reiknimódel til að meta útþornunarhraða og rit um hvað varast beri þegar leggja á gólfefni á steypt gólf (parket og dúka)Styrkt af Steinsteypunefnd, lýkur vor 2012.

Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands

SURE Sustainable Refurbishment - life-cycle procurement and management by public clients
Verkefnisstjóri : Kim Haugbølle (SBi).

Metið umfang innkaupa vegna byggingariðnaðar á Norðurlöndum og hvaða leiðir eru farnar og hverjar vænlegar til að tryggja frekar að vistvænar vörur og aðferðir verði fyrir valinu. Í verkefninu hafa verið skoðuð raundæmi um aðgerðir í öllum löndunum.

Styrkt af NICe (og rannsóknasjóðum mismunandi Norðurlanda), lýkur 2012.
Þátttakendur: SBi (Danmörk), Multiconsult (Noregur), VTT (Finnland) og Nýsköpunarmiðstöð Íslands (Björn Marteinsson)

Betri borgar bragur
Verkefnisstjóri: Björn Marteinsson.

Skilgreining á hugtakinu "sjálfbær" byggð könnuð og hvað þarf að uppfylla við íslenskar aðstæður til þess að ná því takmarki. Skoðaðir verða matsvísar fyrir byggt umhverfi, hvaða væntingar íbúar hafa og hvernig ætti að aðlaga og breyta þéttbýli svo það verði umhverfisvænna heldur en nú er.

Styrkt sem Öndvegisverkefni af Tækniþróunarsjóði Rannís, lýkur 2012.
Þátttakendur:Nýsköpunarmiðstöð Íslands /HÍ, Gláma/Kím arkitektar, ASK arkitektar, Tröð arkitektar, Kanon arkitektar, Hús og skipulag og Arkitektúra

NordicBuilt
Verkefnisstjóri: Eili Vigestad Berge, Nordic Innovation, Noregi.

Finna leiðir til að auka sjálfbærni í byggðu umhverfi, með áherslu á byggingar sem þegar eru til staðar. Sérstök áhersla er lögð á orkunotkun og efnagjöf (þar með talið gróðurhúsalofttegundir s.s. CO2). Í verkefninu verður efnt til tveggja þrepa samkeppni um lausnir og stefnt að sýnislausnum ("demos") í mismunandi löndum

Styrkt af NICe, lýkur 2014
Þátttakendur:Fulltrúar opinberra aðila á Norðurlöndum sitja í verkefnisstjórn

Intelligent Services for Energy-Efficient Design and Life Cycle Simulation - ISES
Verkefnisstjóri: Prof. Dr. Raimar J. Scherer, Technische Universität Dresden, Germany.

The objective of ISES is to develop ICT building blocks to integrate, complement and empower existing tools for design and operation management (FM) to a Virtual Energy Lab. This will allow evaluating, simulating and optimizing the energy efficiency of products for built facilities and facility components in variations of real life scenarios before their realization, acknowledging the stochastic life-cycle nature.

Styrkt af EU, hófst í ársbyrjun 2012
Þátttakendur: Þýskaland, Finnland, Slóvenía, Grikkland og Ísland (Nýsköpunarmiðstöð Íslands)

Heildarkostnaður (LCC)
Verkefnisstjóri: Verkefnisnefnd með fulltrúum frá öllum aðilum.

Samstarfsvettvangur nokkurra opinberra aðila um heildarkostnað og gerð gagnabanka með upplýsingum

Samstarfsverkefni (hófst 2010)
Þátttakendur: Reykjavíkurborg, Framkvæmdasýsla ríkisins, Fasteignir ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands (Björn Marteinsson)