Jarðefna- og byggingarannsóknir

Hjá Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru framkvæmdar staðlaðar jarðefna- og byggingarannsóknir og prófanir á ýmsum byggingarefnum. Aðallega er um að ræða prófanir á sviði húsbyggingatækni, vegtækni, steinsteyputækni og jarðfræði/jarðtækni. Innan húsbyggingatækni er einnig stórt sérrými fyrir hljóðmælingar. Í flestum tilvikum er um að ræða efnisprófanir til að kanna gæði efna með tilliti til notkunar í mannvirkjagerð, hönnunarpróf og eftirlitspróf. Dæmi um þjónusturannsóknir og prófanir eru:

 • Mæling kornastærðardreifingar (CEN)
 • Kornalögun (CEN)
 • Brothlutfall (CEN)
 • Hrærslupróf á viðloðun
 • Frostþolspróf (CEN)
 • Slitþolspróf (kúlnakvarnarpróf)
 • Styrkleikapróf (Los Angeles próf, Bg-mod., DSC próf)
 • Malbikshönnun (Marshallpróf, froðubik í bikbundin burðarlög)
 • Mælingar á bikinnihaldi aðsendra sýna
 • Berggreiningar. Berggreiningar eru mikilvægur þáttur í undirbúningi hvers konar mannvirkjagerðar, þar á meðal vegagerð og við steypuframleiðslu.
 • Smásjárgreining. Deildin hefur yfir að ráða fullkomnum smásjám til greininga á bergsýnum og öðrum efnum. Þar eru bæði sk. bergfræðismásjá með myndgreiningarbúnaði og víðsjá. Á Efnis-, líftækni- og orkudeild er rafeindasmásjá sem starfsmenn deildarinnar hafa aðgang að.
 • Ytra eftirlit með framleiðslu steinefna í steypu

Til að fá frekari upplýsingar um jarðefna- og byggingarannsóknir og prófanir á sviði mannvirkja vinsamlega hafið samband við  Hafstein Hilmarsson verkstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.