Prófanir og þjónusturannsóknir

Á steinsteypudeild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands starfar fjöldi sérfræðinga á sviði steinsteypu og sementsbundinna efna, sem margir hverjir hafa áratuga reynslu á rannsóknum, prófunum, blöndun, vottun og eftirliti á þessu sviði. Deildin er vel búin tækjum og er aðstaða til prófana góð. Unnt er að framkvæma allar almennar prófanir á steypu, múr og sementsbundnum efnum, og framkvæma fjölmargar prófanir sem krefjast sérhæfðs tækjakosts.

Af almennum prófunum má t.d. nefna gæðamat steypuefna og ákvörðun blöndunarhlutfalla, prófanir á veðrunarþoli en þar er unnt að velja á milli nokkurra mismunandi aðferða, styrkleikamælingar af ýmsu tagi, mælingar á innri gerð harðnaðrar steypu þar með talið loftkerfi sem er megin áhrifavaldur á veðrunarþol o.s.frv. Af sérhæfðari prófunum má nefna: alkalíprófanir, sementsprófanir, þunnsneiðamælingar og ekki síst mælingar á flæðieiginleikum (það er m.a. mælingar á flotskersspennu og seigju eiginleikum) ferskrar steypu. Á því sviði starfar einn helsti vísindamaður heims, Próf. Ólafur H. Wallevik, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en hann hefur m.a. þróað ýmsa seigjumæla fyrir bæði steypu-, múr- og sementsblöndur, sem eru bestu mælitæki sinnar tegundar í heiminum í dag. Á grundvelli færni á þessu sviði hefur stofnunin fengið fjölmörg erlend verkefni frá framleiðendum íblöndunarefna, en þróun í steyputækni byggist núorðið mjög á þróun nýrra tegunda íblöndunarefna.

Hér má sjá samantekt á þeim helstu og algengustu prófunum sem deildin tekur að sér:

Fersk steinsteypa og sementsbundin efni 

 • Sýnataka
 • Mælingar á flotfræðilegum eiginleikum
 • Mælingar á flotfræðilegum eiginleikum við breytilegar umhverfisaðstæður
 • Loftinnihaldsmælingar
 • Varmamyndunarmælingar og mælingar á hitamyndunarferlum vötnunarefnahvarfa
 • Rúmþyngdar- og eðlisþyngdarmælingar
 • Sigmál
 • Bindistímamælingar
 • Mælingar á mettivatni
 • Sementsprófanir
 • Mölunarfínleiki - Blaine
 • Mælingar á blæði og lekt
 • Mælingar á myndheldni
 • Storknun
 • Mælingar á loftkerfi ferskrar hrásteypu

Hörðnuð steinsteypa og sementsbundin efni 

 • Styrktarmælingar steyptra sívalninga og teninga
 • Mælingar á alkalívirkni
 • Mælingar á loftinnihaldi og loftsdreifingu
 • Rýrnunarmælingar
 • Skriðmælingar
 • Mælingar á klórleiðni
 • Mælingar á klóríðinnihaldi
 • Mælingar á vatnsdrægni
 • Rakamælingar
 • Mælingar á rúmþyngd
 • Skerkraftamælingar
 • Mælingar á varmaþenslustuðli
 • Frostþolspróf
 • Þunnsneiðamælingar
 • Kleyfniprófanir
 • Mælingar á sprautusteypu og sandsteypu
 • Mælingar á hellum
 • Mælingar á veðrun og veðrunarþoli
 • Ástandsskoðun og skemmdargreining
 • Þykkt steypuhulu
 • Mælingar á hörku með Schmidt hamri
 • Borkjarnar, þrýstiþol
 • Brotþol og lekaprófun röra
 • Loftmælingar
 • Lofttalning í smásjá
 • Mettivatn, holrýmd og rúmþyngd
 • Mælingar á staðsetningu bendistáls
 • Prófanir á vatnsupptöku í steypu
 • Prófsteypur, Hönnun og undirbúningur
 • Skoðun steypuskemmda, ráðgjöf á staðnum
 • Vatnsfælur, vatnsþrýstiþol
 • Vatnsþéttipróf           
 • Rakamælingar
 • Þunnsneið af steypu
 • Slitþolsprófanir