Rannsóknarverkefni

Hér má sjá dæmi um verkefni sem unnin eru innan steinsteypudeildar:

Umhverfisvæn steinsteypa Eco-SCC®
Verkefnisstjóri: Ólafur H. Wallevik.

Markmið verkefnisins er að draga úr sementsnotkun í steypu án þess að rýra gæði hennar með það að markmiði að minnka kolefnisspor steypunnar.
Styrktar- og samstarfsaðilar: Tækniþróunarsjóður Rannís, Steinsteypunefnd, Íbúðalánasjóður og Vegagerðin.

Borholusement - þróun og endurbætur
Verkefnisstjóri: Sunna Ó. Wallevik.

Rannsóknir og endurbætur á þeirri borholusteypublöndu sem notuð er til að fóðra jarðhitaborholur á Íslandi. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og GEORG.

Umhverfisvænt sementslaust steinlím
Verkefnisstjóri: Sunna Ó. Wallevik.

Markmið verkefnisins er að hanna íslenska útgáfu af ákveðnum jarðefna-fjölliðum (geopolymers) sem byggjast á formlausu álsílíkat bindiefni. Eldfjallaaska frá Eyjafjallajökli og kísilútfellingar úr Bláa Lóninu verða aðal hráefni steinlímsins. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Íbúðalánasjóður og Vegagerðin.

Þróun smásærrar kristöllunar á yfirborði sements
Verkefnisstjóri: Kristján F. Alexandersson.

Rannsóknir á þróun smásærra kristöllunar á yfirborði sementskorna eftir því sem að steypan harðnar. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Rannsóknasjóður og Grace (USA).

Stöðugleiki & seigjustýring steypu
Verkefnisstjóri: Ólafur H. Wallevik.

Meginmarkmið þessa verkefnis er að hanna nýtt tæki, Segrometer-4SCC, sem byggist að hluta til á reynslunni af Rheometer-4SCC og getur mælt stöðugleika steypunnar með tilliti til aðskilnaðar. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Tækniþróunarsjóður, Steyputækni, Golden Bay Cement (Nýja Sjálandi), Norcem (Noregi), Vegagerðin, Íbúðalánsjóður og Landsvirkjun.

Notkun koltrefja í sementsbundnum efnum
Verkefnisstjóri: Sunna Ó. Wallevik.

Rannsóknir á notkun koltrefja í sementbundnum efnum og samanburðarmælingar á öðrum steypustyrktartrefjum. Styrktar- og samstarfsaðili er Íbúðalánasjóður.

Áhrif plastburðartrefja á flotfræði SÚL steypu
Verkefnisstjóri: Ólafur H. Wallevik.

Áhrif mismunandi magns plasttrefja í sjálfútleggjandi steypu á flotfræði steinsteypu. Styrktar- og samstarfsaðili er Íbúðalánasjóður.

Íslenskar basalttrefjar fyrir jarðskjálftaþolna steypu
Verkefnisstjóri: Ólafur H. Wallevik.

Notkun á basalttrefjum og vörum úr basalttrefjum til að styrkja steypu og gera við gamla steypu. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Tækniþróunarsjóður, Vegagerðin, Hátæknisetur Íslands, Íbúðalánasjóður og Háskólinn í Reykjavík.

Rheomixer-4Concrete
Verkefnisstjóri: Björn Hjartarson.

Ferðaseigjumælir sem mælir flotfræðilega eiginleika og blandar sjálfútleggjandi steypu í einu og sama ferlinu. Styrktar- og samstarfsaðili er Íbúðalánasjóður.

Coplate 5
Verkefnisstjóri: Jón Elvar Wallevik.

Þróun á parellel plate kerfi Viscometer 5. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Íbúðalánasjóður og Steyputækni.

Loftlaus steypa með íslenskum fylliefnum
Verkefnisstjóri: Þórður I. Kristjánsson.

Hönnun og prófun á loftlausri frostþolinni steypu með íslenskum fylliefnum. Styrktar- og samstarfsaðili er Íbúðalánasjóður.

RheoTruckmeter
Verkefnisstjóri: Ólafur H. Wallevik.

Þróun á innbyggðum seigjumæli í steypubíl og hönnun á umhverfisvænustu steinsteypu í heimi. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Tækniþróunarsjóður, Steyputækni, Háskólinn í Reykjavík, Steypustöðin, Íbúðalánasjóður,  Björgun, Ready Mix Abu Dhabi (Sameinuðu Arabísku Furstadæmin), Rescon Mapei (Noregi), Golden Bay Cement (Nýja Sjálandi).

Áhrif þjálni og titrunar á einsleitni steypu
Verkefnisstjóri: Helgi Hauksson.

Hversu þjál má steypa vera þegar hún er lögð niður? Bæta niðurlögn ferskrar steypu til að tryggja lengri endingu eftir að hún hefur harðnað. Styrktar- og samstarfsaðili er Steinsteypunefnd.

Ný íslensk borholusteypublanda með nýju sementi
Verkefnisstjóri: Sunna Ó. Wallevik.

Viðbrögð vegna lokunar sementsverksmiðjunnar á AkranesiYfirgnæfandi líkur eru á að ekki verði framleitt meira af íslensku sementi, þar sem stendur yfir að hætta framleiðslu Sementsverksmiðjunnar ehf. á Akranesi, á árinu 2012. Endurhanna þarf því nýja borholusteypublöndu með erlendri sementstegund, fyrir fóðrun á jarðhitaborholum á Íslandi. Styrktar- og samstarfsaðili er Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunnar.

Umhverfisvæn steypa með eldfjallaösku úr Eyjafjallajökli
Verkefnisstjóri: Björn Hjartarson

Nýting á framburði Svaðsbælisá í umhverfisvæna steinsteypu. Styrktar- og samstarfsaðili er Íbúðarlánasjóður.

Fjölliðusements-steinsteypa
Verkefnisstjóri: Sunna Ó. Wallevik.

Þróun og athugun á íslenskri fjölliðusements-steinsteypu. Styrktar- og samstarfsaðili er Íbúðarlánasjóður.

Reiknileg efnisfræði
Verkefnisstjóri: Jón Elvar Wallveik.

Reiknileg efnisfræði með OpenFoam og reiknilegri hermun í ofurtölvum þar sem flæði steinsteypu er rannsakað. Styrktar- og samstarfsaðili er Rannsóknasjóður Rannís og Steyputækni.

Kröfur til rýrnunar í íslenskri steinsteypu
Verkefnisstjóri: Ólafur H. Wallevik.

Rannsaka fína sprungumyndum í íslenskri steypu sem gæti verið út af rýrnun. Er meiri rýrnun í íslenskri steypu en erlendri steypu? Styrktar- og samstarfsaðili er Steinsteypunefnd.

Steyputæknilegar rannsóknir með mið af sterkum yfirsteypum
Verkefnisstjóri: Ólafur H. Wallevik.

Ofursterkt þunnt ásteypulag til að laga slitna malbikaða vegi. Styrktar- og samstarfsaðili er Steinsteypunefnd.

Áhrif loftinnihalds á frostþolni fyrir mismunandi gæðaflokka og opin fylliefni
Verkefnisstjóri: Ólafur H. Wallevik.

Frostþol steypu eftir gæðaflokkum fylliefna m.t.t. ársstíðar, veðuraðstæðna o.fl. Styrktar- og samstarfsaðili er Steinsteypunefnd.

Mat á breytileika mettivatns og kornarúmþyngd í íslenskum fylliefnum
Verkefnisstjóri: Þórður I. Kristjánsson.

Rannsókn á breytileika mettivatns og kornarúmþyngd í íslenskum fylliefnum. Styrktar- og samstarfsaðili er Steinsteypunefnd.

Skrið í íslenskri steinsteypu
Verkefnisstjóri: Jón G. Guðmundsson.

Rannsóknir á skriði í íslenskri steypu. Hluti af doktorsverkefni Jón G. Guðmundssonar undir leiðsögn Dr. Ólafs H. Wallevik. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Steinsteypunefnd, Íbúðalánasjóður.

Sjónsteypa
Verkefnisstjóri: Björn Hjartarson.

Nákvæmari og betri skilgreining á sjónsteypu, mótum fyrir sjónsteypu og á undirbúningi. Styrktar- og samstarfsaðilar: Steinsteypunefnd.

New SCM
Verkefnisstjóri: Ólafur H. Wallevik.

Ný gerð íauka í steinsteypuframleiðslu. Styrktar- og samstarfsaðili er AIT Sandberg (USA).