Gluggar og glerjun

Gluggar gegna veigamiklu hlutverki í byggingum. Hlutverk þeirra er ekki aðeins að hleypa inn birtu, heldur einnig að vera veðrunarvörn, hljóðvörn og varmaeinangrun. Við viðgerð glugga og glers þarf því að huga að mörgu sem snýr að eiginleikum þeirra. Framleiðsla glugga hefur tekið miklum framförum hin síðustu ár. Gluggar eru nú fáanlegir úr ýmsum efnum, timbri, áli og plasti og eru að jafnaði framleiddir sem full glerjaðar byggingareiningar tilbúnar til ísetningar á byggingarstað og óglerjaðir gluggarammar til ísetningar í steypumót. Gluggagerðir hafa mismikla endingu og þarfnast mismikils viðhalds eftir efniseiginleikum. Gluggar og hurðir hafa jafnframt veruleg áhrif á orkunotkun húsa, yfir 25% af heildarvarmatapi byggingar er um glugga og hurðir og því er mikilvægt að gluggar séu rétt ísettir, þéttir og vel við haldið.

Í ritinu Gluggar og gerjun er fjallað um ýmsa þætti sem snúa að viðhaldi glugga t.d. gluggabúnað, glerjun, fúavörn og yfirborðsmeðferð. Í ritinu eru einnig leiðbeiningar um hvernig gera má ástandsmat á gluggum og gleri.

Rb-blöð um glugga og glerjun
Rb-blöð eru notuð af fagmönnum í byggingariðnaði og húseigendum til viðmiðunar um viðhald og gerð mannvirkja.