Klæðning útveggja

Í kjölfar mikilla alkalískemmda í steyptum húsum á Íslandi var almennt farið að klæða útveggi að utan til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á steinsteypunni. Jafnframt hefur á síðari árum færst í vöxt að heilklæða og einangra byggingar að utan. Klæðning og einangrun útveggja að utan hefur ýmsa kosti umfram hefðbundna klæðningu og einangrun útveggja að innan eins og algengt var hér áður fyrr. Útveggir eru heitir sem minnkar verulega hreyfingu (þenslu og samdrátt) efnisins, líkur eru á rakaþéttingu í veggjum og komið er í veg fyrir kuldabrýr þ.e.a.s. samskeyti veggja og gólfplatna sem eru óeinangruð. Ýmsar útfærslur eru til fyrir klæðningu útveggja t.d. múrklæðningar, timburklæðningar og málmklæðningar.

Í ritinu Loftræstar útveggjaklæðningar sem ætlað er að bæta verklag og skilning á klæðningu útveggja er fjallað um lausnir við hönnun og frágang klæðninga utanhúss, klæðningarefni, burðarkerfi, festingakerfi og loftræsingu klæðninga.

Rb-blöð um klæðningu útveggja
Rb-blöð eru notuð af fagmönnum í byggingariðnaði og húseigendum til viðmiðunar um viðhald og gerð mannvirkja.