Steinsteypa

Steinsteypa er algengasta byggingarefnið á Íslandi og langstærstur hluti bygginga hérlendis eru byggðar úr járnbundinni steinsteypu. Þó steinsteypa sé eitt af ákjósanlegustu byggingarefnum sem kostur er á, er hún ekki viðhaldsfrí. Nauðsynlegt er að huga að reglulegu viðhaldi og forvörunum til að hindra steypuskemmdir eða hefta útbreiðslu þeirra.

Í ritinu Steinsteypa - viðhald og viðgerðir er fjallað um almennar steypuskemmdir í steinsteyptum byggingum, forvarnir og steypuviðgerðir. Efni ritsins er sett fram á þann hátt að það nýtist jafnt fagmönnum sem og almennum húseigendum

Rb-blöð um steinsteypu

Rb-blöð eru notuð af fagmönnum í byggingariðnaði og húseigendum til viðmiðunar um viðhald og gerð mannvirkja.