Þakklæðningar

Veðurfarsleg áraun á byggingar er meiri hérlendis en víðast annars staðar. Þetta á sérstaklega við um þök bygginga sem verða fyrir mestri áraun allra byggingarhluta. Raki, leki og mikil veðrun eru algeng vandamál sem tengjast þökum bygginga og þakfrágangi. Mörg þessara vandamála hafa verið afleiðingar ónógrar þekkingar þegar til dæmis velþekktar lausnir erlendis frá hafa verið yfirfærðar til landsins t.d. þegar flöt þök náðu miklum vinsældum í arkitektúr. Með tilkomu betri efna og reynslu eru flöt þök nú algeng á Íslandi og hefur hallameiri þökum (15o - 30o) sem einfaldasta lausnin við lekavandamálum aftur farið fækkandi. Í langan tíma hefur galvanhúðað bárujárn verið langalgengasta þakefnis hérlendis sem hefur gefið mjög góða raun fyrir endingu og lítið viðhald en reynsla af notkun þess spannar 130 ára tímabil.

Tíðni á viðgerðum og viðhaldi þaka er mismunandi eftir efnisvali, gæðum og aldri. Algengasta viðhaldið er endurmálun og endurnýjun á yfirborðsefnum (bárujárni eða pappa). Í eldri húsum er þó oft nauðsynlegt að gera við og endurnýja þakviði vegna fúa eða grotnunar. Hönnun þaka er vandasöm óháð því hvort um hallamikil eða hallalítil þök er að ræða. Einangrun og útloftun (flutningur á raka) verða að vera rétt útfærð til að þakið standist þá áraun sem þakið verður fyrir. Það er því nauðsynlegt að allar meiriháttar viðgerðir og endurbætur á þökum séu gerðar af fagmönnum sem hafa nauðsynlega reynslu og þekkingu.

Rb-blöð um glugga og glerjun
Rb-blöð eru notuð af fagmönnum í byggingariðnaði og húseigendum til viðmiðunar um viðhald og gerð mannvirkja.