Framtíðin - Yfirburðastaða á markaði

Rene -2016-web -square

Hvernig geta fyrirtæki náð yfirburðastöðu á framtíðarmörkuðum?

Fyrirlestur föstudaginn 3. nóvember kl. 9:00 - skráning fyrir neðan.

Framtíðarfræðingurinn René Rohrback mun kynna Íslendingum hvernig fyrirtæki geta náð yfirburðarstöðu á markaði með því að horfa kerfisbundið til framtíðar. René byggir aðferðir sínar á hagnýtri reynslu úr atvinnulífinu m.a. fyrir Volkswagen og Deutsche Telekom og víðtækum samanburðarrannsóknum 500 ólíkra fyrirtækja. Hann mun sýna okkur dæmisögur og hagnýt verkfæri til að byggja upp getu innan fyrirtækja sem vilja takast á við framtíðaráskoranir.

René Rohrbeck er leiðandi fyrirlesari á sviði framtíðarfræða í heiminum í dag, þar sem hann samtvinnar framtíðarfræði við áskoranir á sviði nýsköpunar og stefnu fyrirtækja. Hann er yfirmaður Strategic Foresight Network, prófessor við háskólann í Árósum á sviði stefnumótunar og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Rohrbeck Heger sem sérhæfir sig í upplýsingatækni, bílaiðnaði og orkuiðnaði.

Föstudaginn 3. nóvember kl. 9:00 til 11:30 
í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19

Verð kr. 3.500 ,-

Áhugafólk um nýsköpun og stefnumótun ætti ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara - framtíðin nálgast á feikna hraða!

Framtíðarsetur Íslands og MBA námið í Háskóla Íslands, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Arion banka, KPMG og Háskólann á Bifröst.

Skráning á fyrirlesturinn

(Þeir sem ekki óska eftir reikningi þurfa að greiða á staðnum)