Frestað - vinnustofur í vöruþróun fyrir ferðaþjónustufyrirtæki

Dagsetning: fimmtudagur, 17. október 2013 - fimmtudagur, 17. október 2013

Klukkan: 11:00 - 16:00

Staður: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8 (Austurholt), 112 Reykjavík

Athugið!

Vinnustofum hefur verið frestað og verða auglýstar síðar.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Samtök um heilsuferðaþjónustu býður á vinnustofur í vöruþróun fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Markmiðið er að styðja fyrirtæki til að auka virði afurða í vellíðunartengdri ferðaþjónustu, að auka þekkingu innan ferðaþjónustu á þeim möguleikum sem samstarf við skapandi greinar getur opnað við vöruþróun og upplifunarhönnun og auka þverfaglegt samstarf

Kynning á hugmyndafræði skapandi greina og raunhæf dæmi þar sem skapandi greinar hafa verið hluti af verkefnum frá upphafi. Leiðbeiningar um hvernig hægt er að opna fyrir hugmyndir og hvernig nýta má samstarf við skapandi greinar til að auka virði þeirrar upplifunar sem í boði er.  Fyrirtæki fara heim með verkefni á milli vinnustofa.

Í seinni vinnustofunni verður haldið áfram með verkefni fyrirtækjanna og möguleika þeirra til að auka virði afurða sinna með skapandi samstarfi. Nánari dagskrá þeirrar vinnustofu verður auglýst síðar.  Gert er ráð fyrir að fyrirtæki sæki báðar vinnustofur og vinni verkefni.  Ekki er gert ráð fyrir að aðeins önnur vinnustofan sé sótt.

Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Guðnadóttir