Fara í efni
Skipurit og stefna
Stefnumið sem eiga við Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru eftirfarandi:
- Verkefni skulu hafa skýr og mælanleg markmið sem sett eru í samráði við viðskiptavini. Í upphafi verkefna skal liggja fyrir verkbeiðni og/eða verkáætlun, þar sem markmið verks koma fram, hlutverk, ábyrgð og áætlað umfang
- Skýrslur eru unnar samkvæmt verklagsreglum gæðahandbókar þar að lútandi og undirritaðar af verkefnisstjóra. Skýrslur eru varðveittar í samræmi við reglur Nýsköpunarmiðstöðvar um skjalavistun
- Aðbúnaður, umgengni og öryggismál á vinnusvæðum skulu uppfylla lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum auk þeirra krafna sem settar eru af yfirstjórn Nýsköpunarmiðstöðvar
- Starfsmenn skulu hafa hlotið menntun og þjálfun á þeim sviðum sem þeir vinna á og að auki í þeim stjórnunaraðferðum sem þeim er ætlað að starfa eftir
- Endurmenntun. Í starfsmannaviðtölum er gerð áætlun um endurmenntun starfsmanna og skal henni fylgt nema hægt sé að rökstyðja breytingar á henni
- Þróun. Gerðar eru ráðstafanir til þess að aðlaga gæðakerfið að þeirri þróun sem verður í innra og ytra umhverfi miðstöðvarinnar, þannig að gæðakerfi og gæðastjórnun svari á hverjum tíma þörfum starfseminnar
- Umbætur. Stöðugt skal unnið að umbótum á öllum sviðum starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar þannig að þjónustan sé af tilætluðum gæðum
- Trúnaður. Skráning og meðferð upplýsinga ásamt niðurstöðum skal ávallt vera í samræmi við þá samninga sem gerðir eru við viðskiptavini og starfsmenn