Starfsmannaráð

Starfsmannaráð Nýsköpunarmiðstöðvar er vanalega skipað átta aðalmönnum, þar af fjórum sem starfsmenn kjósa í leynilegri kosningu og fjórum sem forstjóri skipar. Tveir varamenn eru kosnir af starfsmönnum. Starfsmannaráð situr í tvö ár í senn. Í ár hefur einum fulltrúa verið bætt við til að gæta samræmis milli Vestur- og Austurhúss. Því sitja nú níu fulltrúar í starfsmannaráði.

Samstarfsvettvangur allra starfsmanna

Í reglugerð um starfsmannaráð segir að það sé samstarfsvettvangur allra starfsmanna miðstöðvarinnar. Hlutverk þess sé að fjalla um félagsleg, tæknileg og rekstrarleg málefni í þeim tilgangi að auka velferð starfsmanna og leita á hverjum tíma leiða til úrbóta í rekstri miðstöðvarinnar. Starfsmannaráð fjallar einnig um jafnréttismál og mótar jafnréttisáætlun og hefur umsjón með eftirfylgni verkefnaáætlunarinnar.

Starfsmannaráð skal einnig:

  • Vera vakandi um nýjungar í rekstri miðstöðvarinnar sem teljast til umbóta á sviði jafnréttismála
  • Vera vettvangur umræðna um jafnréttismál gagnvart innra starfi miðstöðvarinnar
  • Vera vettvangur um frávik í jafnrétti gagnvart starfsmönnum og leiðir til úrlausna á þeim, í samvinnu við stjórnendur miðstöðvarinnar.

Stefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í jafnréttismálum kemur fram í jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun. Í tilteknum málum hefur starfsmannaráð ákvörðunarvald og ber ábyrgð á þeim gagnvart ráðuneytinu, en í öðrum er það ráðgjafa- og upplýsingaaðili.

Tilgangur starfsmannaráðs

Markmiðið með stofnun starfsmannaráða var að tryggja að yfirstjórn stofnana hafi samráð við starfsmenn um almennan rekstur og að efla upplýsingaflæðið frá yfirstjórn til starfsmanna. Starfsmenn eru hvattir til að koma ábendingum og athugasemdum til starfsmannaráðs. Sérstakt hólf er merkt starfsmannaráði meðal pósthólfa starfsmanna.

Reglugerð nr. 71/1982 kveður á um starfsmannaráð í ríkisstofnunum.

Fulltrúar í Starfsmannaráði 2015

Gissur Örlygsson
Gissur Örlygsson
Verkefnastjóri
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir
Forstöðumaður
Helga Dögg Flosadóttir
Helga Dögg Flosadóttir
Fagstjóri grunnrannsókna
Jón Hreinsson
Jón Hreinsson
Fjármálastjóri (í leyfi)
Karl Friðriksson
Karl Friðriksson
Forstöðumaður
Sigríður Ingvarsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
Forstjóri/CEO
Sigurlaug María Hreinsdóttir
Sigurlaug María Hreinsdóttir
Jarðfræðingur / rannsóknarmaður
Þorsteinn Ingi Sigfússon
Þorsteinn Ingi Sigfússon
CEO