Starfsmannafélag
Gönguferð að gosinu í Geldingardal
Árshátíð 2021 - könnun
Sumargrill SNMÍ 2020
Billiardkvöld
Jólaball starfsmannafélagsins
Jólaveisla
Flyover Iceland x Bryggjan Brugghús
Gönguferð SNMÍ í Marardal
Haustferð SNMÍ 2019
Sumargrill SNMÍ 2019
Göngu- og sundferð SNMÍ 2019
Ómenningarferð SNMÍ
Þorrablót 2019
Stjórn starfsmannafélagsins






Fyrri viðburðir
Jólaball SNMÍ
Hermikappakstur
Bráðlega opnar GT Akademían hermi-kappakstur. Við hjá starfsmannafélaginu höfum ákveðið að fjölmenna í GT Akademíuna og prófa „alvöru“ kappakstur.
Hjá GT Akademíunni hafa verið settir upp 8 hreyfihermar og geta 24 einstaklingar keppt í einu. Hreyfihermir er kappaksturssæti sem líkir eftir togkröftum sem myndast í alvöru kappakstursbílum. Þú finnur fyrir því þegar tekið er að stað, bremsað, beygt, keyrt yfir kanta, o.s.frv. Markmiðið er að bjóða upp á aksturs-upplifanir sem eru nær óaðgreinanlegar frá akstri í raunheimum.
Kappaksturinn verður föstudaginn 30. nóvember kl. 18:00 í Ármúla 23.
Jólaglögg starfsmannafélagsins - morðráðgáta
Íþróttastyrkur
Íþróttastyrkur er til að hvetja starfsmenn til heilsueflandi líkamsræktar. Umsóknarfrestur íþróttastyrks NMI er til og með föstudagsins 23. nóvember 2018.
1. Skilyrði fyrir úthlutun
Styrkur er greiddur gegn framvísun á kvittun vegna útlagðs kostnaðar sem tengist þeirri líkamsrækt sem starfsmaður stundar. Á kvittun skal koma fram nafn starfsmanns, kennitala, upphæð og dagsetning. Kvittun má senda á rafrænu formi, sem viðhengi.
2. Upphæð og styrktímabil
Upphæð styrksins er kr. 18.000,- að hámarki. Veittur er styrkur vegna kostnaðar sem á sér stað frá nóvember 2017 til 1. nóvember 2018.
3. Úthlutun og greiðsla
Starfsmannafélagið hefur milligöngu um útborgun íþróttastyrkja en Nýsköpunarmiðstöð greiðir kostnaðinn. Styrkurinn er greiddur inná uppgefinn reikning starfsmanns.
Skráningu lokað
Spilakvöld
Föstudaginn 2. nóvember ætlar Starfsmannafélagið að standa fyrir sínum fyrsta smáviðburði sem að þessu sinni verður spilakvöld. Póker verður aðalspil kvöldsins en einnig verða önnur spil í boði eftir áhuga. Boðið verður upp á pítsur, drykki og létt nasl.
Spilað verður frá 18-21, jafnvel lengur ef stemmarinn er í hámarki! Stutt pókerkennsla verður í boði klukkan 17:30 fyrir áhugasama.
Makar velkomnir!
Skráning fer fram hér fyrir neðan og lýkur miðvikudaginn 31. október.
Hlökkum til að sjá ykkur! Komið með góða skapið ;)