Upplýsingar um styrki
Hér fyrir neðan eru helstu stuðningsverkefni sem frumkvöðlum og fyrirtækjum stendur til boða að sækja um ásamt upplýsingum um styrki sem kunna að vera aðgengilegir. Þetta eru minni styrkir sem eru flokkaðir niður eftir áherslum, stærri styrkir s.s. frá Rannís og Tækniþróunarsjóði auk erlendra styrkja. Í stuðningsverkefnum er ekki um fjárhagslega styrki að ræða. Að lokum eru gagnlegar leiðbeiningar varðandi styrkumsókni
Stuðningsverkefni
Nýsköpunarstyrkur er átaksverkefni með það markmið að auðvelda fyrirtækjum að ráða háskóla-, tækni eða iðnmenntað fólk í atvinnuleit. Verkefnið er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þátttaka í verkefninu er opin fyrirtækjum og einstaklingum með rekstur á öllu landinu.
Minni styrkir
Atvinnumál kvenna hefur það markmið að draga úr atvinnuleysi kvenna, viðhalda byggð um landið, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Vinnumálastofnun heldur utan um þann sjóð.
Fræ hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni. Rannís heldur utan um þann sjóð.
Styrkir og sjóðir á vegum ráðuneytanna
Orkusjóður er eign ríkisins og ber það ábyrgð á skuldbindingum hans. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum iðnaðarráðherra. Orkustofnun annast daglega umsýslu Orkusjóðs.
Sjóðir tengdir sjávarútvegi og fiskeldi
Umhverfissjóður sjókvíaeldis starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, og er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Markmið sjóðsins er að fjármagna verkefni, sem lúta að því að aðlaga fiskeldi hér á landi sem mest að þeim umhverfisskilyrðum sem fyrir hendi eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis.
Fiskeldissjóður er sjóður sem starfar á grundvelli 7. gr. laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Ferðaþjónusta
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt.
Flugþróunarsjóður er vistaður hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði.
Aðrir sjóðir
Lóa - Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina hafa það hlutverk að auka við nýsköpun á landsbyggðinni, styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfssemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna.
Matvælasjóður hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Verkefna og viðburðastyrkir á málefnum ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - Fyrirspurnir vegna styrkjanna sendast á netfangið postur@anr.is
Verkefna og viðburðastyrkir á málefnum sjávarúrvegs- og landbúnaðarráðherra - Fyrirspurnir vegna styrkjanna sendast á netfangið postur@anr.is
Aðrir sjóðir eftir flokkum:
Mennta og menningasjóðir
Menningarsjóðir Rannís - Rannís hefur umsjón með fjöldan af innlendum og erlendum samkeppnissjóðum tengdum menningu og listum.
Barnamenningarsjóður - Styrkir til verkefna á sviði barnamenningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.
Miðstöð íslenkra bókmennta- Hluverk er að efla bókmenningu á Íslandi m.a. með styrkjum til útgáfu íslenskra ritverka, þýðinga erlendra bókmennta á íslensku og kynninga á íslenskum bókmenntun hér á landi og erlendis.
Creative Europe MEDIA - Kvikmyndaáætlun ESB 2014-2020
Creative Europa Menning - Menningaráætlun ESB 2014-2020
Listamannalaun - Laun og ferðastyrkir til listamanna til að efla listsköpun í landinu.
Tónlistarsjóðir - Tónverkamiðstöðin hefur gott yfirlit yfir styrki fyrir tónlistarfólk.
Styrkir til atvinnuleikhópa - Styrkir til einstakra verkefna eða starfssamningar til lengri tíma.
Myndlistarsjóður - Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og kostun verkefna. Þannig skal stuðla að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis.
Ýlir - tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk - markmiði að styðja ungt tónlistarfólk og veita því tækifæri til að koma fram í Hörpu. Sjóðurinn styður við verkefni af ólíkum toga og vill þannig ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í húsinu.
Menntasjóðir Rannís - Rannís hefur umsjón með fjöldan af samkeppnissjóðum á sviði menntunar, bæði innlendra og erlendra.
Íslenskukennsla fyrir útlendinga - Veittir eru styrkir til fræðsluaðila og fyrirtækja er bjóða nám í íslensku sem ekki er hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi.
Máltæknisjóður - Styrkir til að vinna að tækniþróunar- og innviðaverkefnum á sviði íslenskrar máltækni, og styrkir til doktorsnema á því sviði.
Nýsköpunarsjóður námsmanna - Styrkir til háskóla og rannsóknarstofnana til að ráða stúdenta í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við rannsóknarverkefni.
Uppbyggingasjóður EES - Menntunar-, samskipta- og rannsóknastyrkir tengdri mörgum efnisflokkum.
Vinnustaðanámssjóður - Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
Þróunarsjóður námsgagna - Nýsköpun, þróun, gerð og útgáfa námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Uppbyggingasjóðir
Uppbyggingarsjóðir landsins eru samkeppnissjóðir. Sjóðirnir hafa það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutanna.
Uppbyggingarsjóður Austurlands
Uppbyggingarsjóður samtaka sveitarfélaga Norðurlands vestra
Samfélagssjóðir
Samfélagssjóðir eru oftast veittir af einkageiranum eða félagasamtökum. Markmið samfélagssjóða er að styrkja verkefni sem styðja við samfélagið og/eða innviði þess og verkefni sem hafa menningarlegt eða samfélagslegt gildi.
Samfélagsjóður Rio Tinto Alcan veitir framlög í góðgerðarskyni til samtaka, klúbba og félaga sem ekki eru rekin vegna gróðahagsmuna, samtaka sem rekin eru af öðrum en ríkinu/sveitarfélögum, annarra viðskiptasamtaka með grasrótartengingu og/eða akademískra stofnana eins og háskóla, sem öll eru opinberlega skráð sem slík.
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittir námsstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir en afreksstyrkir annað hvert ár. Dómnefndir eru skipaðar fagfólki á hverju sviði.
Samfélagssjóður Landsvirkjunar styður við verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.
Samfélagssjóður Valitor - Hlutverk sjóðsins er að styðja margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál.
Samfélagssjóður Eflu - Markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða og er hlutverk sjóðsins að veita styrki til verðugra verkefna. EFLA styður uppbyggjandi og jákvæð verkefni í samfélaginu.
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka - Sjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlegrar orku og sjálfbærs sjávarútvegs.
Samfélagssjóður Aloca Fjarðaráls - Stuðningur er einungis veittur frjálsum félagasamtökum eða stofnunum á Mið-Austurlandi.
Stærri styrkir
Rannís heldur utan um m.a. utan Tækniþróunarsjóð og fleiri sjóði
Ítarlegar upplýsingar og yfirlit um norræna styrki og stuðningsverkefni.
Margir mismunandi möguleikar eru í boði í evrópskum styrkjum.
Horizon 2010 Rammaáætlun ESB (2013 - 2020) um rannsóknir, þróun og nýsköpun er helsta tól ESB til fjármögnunar rannsókna í Evrópu. Einstaklingar, fyrirtæki, háskólar, rannsóknarstofnanir og ýmis samtök á Íslandi geta tekið þátt í verkefnum innan Horizon 2020.
COSME- Samkeppnisáætlun ESB er áætlun sem miðar að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Aðalmarkmið hennar er að stuðla að samkeppnihæfni og sjálfbærni lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
EUREKA er samstarfsvettvangur á forsendum fyrirtækjanna. Umsóknir fara í mat heimalandanna. Tækniþróunarsjóður getur fjármagnað Eureka verkefni. Milliríkjasamstarf 40 Evrópulanda og Evrópusambandsins um tækni- og iðnþróun. Nánari upplýsingar veitir Mjöll Waldorff hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands mw@nmi.is.
COST er milliríkjasamstarf 35 COST Evrópulanda um netsamstarf á sviði vísinda- og tæknirannsókna. Nánari upplýsingar er að finna hjá Rannís.
Evrópsk vefsíða um styrkjamöguleika LMF, lítilla og meðalstórra fyrirtækja Upplýsingar um hvar mismunandi gerðir lítilla og meðalstórra fyrirtækja geta sótt stuðning.
Erasmus for Young Entrepreneurs er skiptiprógramm á milli landa, þar sem nýir og upprennandi íslenskir frumkvöðlar geta fengið styrk til fara út og læra af reyndum frumkvöðlum sem hafa náð árangri í sínum geira. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslenska frumkvöðla til að öðlast reynslu erlendis, læra af reyndum frumkvöðli og stækka tengslanet sitt. Frekari upplýsingar um prógrammið má finna á heimasíðu þess, eða hafa samband við Þorstein Surmeli hjá Rannís thorsteinn.surmeli@rannis.is
Eurostars er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun. Eurostars-verkefni eru rannsóknar- og þróunarverkefni sem geta verið á hvaða tæknisviði sem er. Eurostars-verkefni eru unnin á forsendum fyrirtækjanna sem eru í forsvari og eru verkefnin nálægt markaði.
Nánari upplýsingar um EUROSTARS veitir Snæbjörn Kristjánsson, verkfr. landsfulltrúi Eurostars og Evreka, skr@nmi.is
Enterprise Europe Network á Íslandi aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, við að efla samkeppnishæfni sína á alþjóðamarkaði gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims. Enterprise Europe Network á Íslandi er aðili að tengslaneti Enterprise Europe Network sem er stærsta tækniyfirfærslunet í heiminum og er styrkt af Evrópusambandinu.
Skattafrádráttur til rannsókna- og þróunarverkefna en markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni. Nánari upplýsingar er að finna hjá Rannís.
Að sækja um styrk
Form og umfang styrkumsókna er misjafnt og er því æskilegt hafa góðan tíma í styrkumsóknir og sækja ekki um á síðustu stundu. Gott er að biðja einhvern sem er ótengdur verkefninu lesa umsóknina yfir og rýna fyrir þig. Oftast eru um samkeppnissjóði að ræða og því skiptir miklu máli að vera með skiljanlega og góða umsókn. Töluverð vinna getur farið í að sækja um styrki, en góður undirbúningur er lykilatriði þess að hljóta styrk. Afar mikilvægt er að lesa vel yfir leiðbeiningar og reglur styrkjanna til að greina hvort að verkefnið eigi erindi í tiltekinn sjóð.
Gagnlegt er að vera búinn að vinna viðskiptaáætlun áður en sótt er um styrk, þannig sýnir þú fram á að viðskiptahugmyndin sé raunhæf og að það sé rekstrargrundvöllur fyrir viðskiptahugmyndinni. Hins vegar eru einstaka sjóðir sem veita styrki til þess að vinna að viðskiptaáætlun og móta hugmyndina vel áður en sótt er um styrk.
Þó hugmyndin sé á byrjunarstigi er nauðsynlegt að geta skýrt út hver nýjung verkefnisins er, hvaða vandamál á að leysa með vörunni og hafa greinagóða markhópalýsingu. Þetta er allt hluti af grundvallaratriðum viðskiptaáætlunar. Í sumum tilfellum þurfa að liggja fyrir ýtarlegar upplýsingar svo sem fullbúin viðskiptaáætlun og fjárhagsáætlun.
Yfirleitt er sótt um fyrir ákveðnum verkþáttum sem þurfa að vera skýrir, raunhæfir og í samræmi við það hvar verkefnið er statt á þeim tímapunkti sem sótt er um styrkinn.
Gott að hafa í huga við gerð umsókna
- Fara eftir leiðbeiningum
- Markmið styrkveitanda/sjóðsins
- Áhersla á það sem á að gera, ekki sem er búið
- Vanda skal vinnu við kostnaðar- og tímaáætlun
- Nálgast sem verkefni sem þarf að vinna
- Sannfæringarkraftur
- Persónulegur stíll
- Vinna umsókna er samstarfsverkefni
- Stytta mál sitt
- Auðskilið mál
- Vandvirkni skiptir máli
- Skýra sýn í umsóknhvað á að gera
- Raunhæfar væntar, markmið og áætlanir