GeoHex

Húðanir fyrir varmaskipta í tvívökvavirkjunum í jarðvarma
Verkefnistengiliðir
Dagur Ingi Ólafsson

English English

Verkefnið GeoHex snýst um það að þróa húðanir fyrir varmaskipta í tvívökvavirkjunum í jarðvarma. Í tvíkvökvavirkjunum eru varmaskiptar afar mikilvægir íhlutir, en þeir flytja varmaorkuna sem virkjuð er til og frá lokuðu kerfi lífræna vökvans sem knýr túrbínur virkjunarinnar.

Ýmsar tegundir af húðunum með mismunandi eiginleika verða þróaðar og prófaðar í verkefninu. Eiginleikar húðananna snúa sem dæmi að auknum varmaflutningi, tæringarþoli, útfellingarvörn og betri orkunýtingu í uppgufun og þéttingu lífræna vökvans.

 

Timalengd verkefnis: 2019 - 2022

Hluti í verkefninu

  • Hönnun prófunarbúnaðar fyrir myndlausar húðanir í jarðvarma.
  • Varmaflutnings- og tæringarprófanir á húðunum í eins fasa varmaskiptum.
  • Rannsóknir á framleiðslu- og uppskölunarmöguleikum þróaðra húðanna.

Samstarfsaðilar

  • Bretland
    • TWI
    • Technovative solutions
    • University of Leicester
  • Noregur
    • Flowphys
  • Ísland
    • Háskóli Íslands
    • Orka Náttúrunnar
    • Grein Research
  • Frakkland
    • CEA
    • Enogia
  • Rúmenía
    • Politehnica University of Buchares
  • Ítalía
    • Spike Renewables
  • Filipseyjar
    • Quantum Leap

Þakkir

Verkefnið er styrkt af H2020 rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins, samkvæmt verkefnissamningi nr. 851917.

   Horizon 2020 Logo