Greining vetnis í málmi og málmsuðu


Verkefnið felst í því að þróa aðferð til að mæla staðbundið vetnisinnihald í stáli og málmsuðu. Vetni sveimar inn í stálið, m.a. við suðu, og getur valdið stökkleika og sprungum. Aðferðin byggir á því að greina ljósgeislun frá vetnisatómum í rafgasi sem örvað er með orkuríkum laser-púlsum sem skotið er á yfirborð viðkomandi efnis. Mælingar á vetnismagni í stáli og suðu hafa hingað til krafist sýnatöku úr stálinu og verið tímafrekar og kostnaðarsamar. Mæliaðferðin byggir á svokallaðri LIBS tækni (laser-induced breakdown spectroscopy) og er Nýsköpunarmiðstöð m.a í samstarfi við fyrirtækið DT-Equipment sem hefur unnið að þróun LIBS tækninnar um nokkurt skeið, m.a. til notkunar í álverum.
Timalengd verkefnis: 2016 - 2019
Hluti í verkefninu
- Verkefnistjórn og tæknileg framkvæmd.
Samstarfsaðilar
- DT-Equipment (IS)
- Háskóli Íslands (IS)
- Stálsmiðjan Framtak (IS)
Þakkir
Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði.