Lagnaval

English English

Eiginleikar veituvatns á Íslandi eru mjög mismunandi, bæði hvað varðar hitastig og efnainnihald. Eiginleikarnir eru jafnframt aðrir en evrópskir staðlar og byggingakröfur gera ráð fyrir og lagnaefnaframleiðendur miða við í sinni framleiðslu. Þar er helst til að taka hátt framrásarhitastig heita vatnsins og mýkt kalda vatnsins. Það að lagnaefnið hafi ekki passað viðkomandi aðstæðum hefur valdið mörgum vatnstjónum hér á landi.

Í verkefninu var þróaður upplýsingavefur um val á vatnslagnaefnum fyrir íslenskar aðstæður. Lagnaval.is byggir á gagnagrunni um efnasamsetningu vatns frá hita- og vatnsveitum á Íslandi og þekkingarkerfi, sem nýtir efnagreiningarnar til vals á heppilegu vatnslagnaefni.

Með þekkingarkerfi lagnaval.is er hægt að velja lagnaefni fyrir bæði heitt og kalt kranavatn og fyrir mismunandi hitakerfi víðast hvar á Íslandi. Einnig er hægt að sjá, hvaða áhrif breytingar á skilyrðum, t.d. vatnshitastigi, hafa á efnisvalið. Þannig er bæði hægt að velja efni fyrir ákveðnar aðstæður og meta, hvernig þurfi að breyta aðstæðum til þess að þær henti ákveðnum lagnaefnum. Einnig má finna á lagnaval.is margvíslegar leiðbeiningar, rannsóknaskýrslur og upplýsingar um lagnaefni og seljendur þeirra.

Vefurinn var að mestu byggður upp á árunum 2000 - 2006 en hefur verið lagfærður öðru hverju síðan, síðast árið 2016.

Timalengd verkefnis: 2000 - 2016

http://www.lagnaval.is

Hluti í verkefninu

  • Verkefnisstjórn.
  • Efnisfræði plastefna í lögnum og ending.
  • Vefhönnun.

Samstarfsaðilar

  • Verkfræðistofa Ásbjörns Einarssonar (IS)
  • Orkustofnun (IS)
  • Háskólinn á Akureyri (IS)

Þakkir

Þetta verkefni var styrkt af Orkusjóði, Orkuveitu Reykjavíkur og Samorku.

 Orkustofnun logo   Orkuveita Reykjavikur   Samorka