Libbio
Nýsköpunarmiðstöð Íslands leiðir sam-evrópskt þróunarverkefni um lífmassa-framleiðslu og aðra úrvinnslu lúpínu. Evrópusambandið veitir fimm milljóna evra styrk eða ríflega 600 milljónir ísl. króna, til verkefnisins.
Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að draga úr vægi jarðolíu í hagkerfinu og vera betur sjálfu sér nægt um lífafurðir. Með LIBBIO-verkefninu vill Evrópusambandið auka lífmassaframleiðslu af rýru landi og styrkja þar með lífhagkerfið án þess að nota verðmætt ræktarland. Á Íslandi er mikið af mjög rýru landi og hér hefur Alaskalúpínan dafnað um árabil.
Lupinus mutabilis er frá Suður-Ameríku og hefur verið notuð til ræktunar fóðurs og matar í Andesfjöllunum um árabil. Nýlegar athuganir sýna að hún vex vel á meginlandi Evrópu og er talið líklegt að einhver yrki hennar geti vaxið vel á Íslandi. Þessi tegund er einær og er því mjög ólík alaskalúpínu sem er fjölær. Suður-Ameríska lúpínan virðist ekki vera ágeng á meginlandi Evrópu og eru því litlar líkur á að hún verði það á Íslandi, en það verður kannað sérstaklega.
Í LIBBIO-verkefninu verður skoðað hvernig vinna má olíu, prótein og fóður úr lúpínunni eða nota hana til orkuframleiðslu. Á Íslandi verður áhersla lögð á að kanna möguleika lúpínuna til vaxtar á rýru landi með það fyrir augum að nýta hana til uppgræðslu eða fóðurframleiðslu.
Timalengd verkefnis: 2016 - 2020
Hluti í verkefninu
- Verkefnisstjórnun.
- Próteinvinnsla til annarra nota en matvæla.
- Orkuvinnsla úr afgöngum.
Samstarfsaðilar
- Landgræðsla ríkisins (IS)
- Hanze University of Applied Sciences (NL)
- Wageningen University and Research (NL)
- Louis Bolk Instituut (NL)
- Color and Brain B.V. (NL)
- Vandinter Semo B.V. (NL)
- The German Institute of Food Technologies (DE)
- The Agricultural Research and Education Centre Raumberg-Gumpenstein (AT)
- Agencia Estatal Consejo Superior de Investigaciones Científicas (ES)
- Instituto Superior de Agronomia (PT)
- Lusosem – Produtos Para Agricultura, S.A. (PT)
- Agricultural University of Athens (GR)
- The University of Agricultural Sciences and Veterinary Medicine Iasi (RO)
Þakkir
Verkefnið er styrkt af samstarfsneti evrópska lífmassaiðnaðarins, innan H2020 rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins, samkvæmt verkefnissamningi nr. 720726.