Ljósvarpan
Markmið verkefnisins er að þróa nýstárlega aðferð til þess að veiða fisk og botndýr með umtalsvert minna umhverfisspori en unnt er með hefðbundnum togveiðum. Framkvæmdar verða veiðitilraunir með tilraunagerð ljósvörpu, veiðarfæri sem snertir ekki botn og hefur minni mótstöðu í sjó en hefðbundin togvarpa. Ljósvarpa hlífir þannig búsvæðum á botni, skaðar ekki lífverur sem verða eftir á botni og minnkar losun gróðurhúsalofttegunda.
Í verkefninu verða viðbrögð ólíkra tegunda könnuð og veiðihæfni ljósvörpu athuguð á fiskislóð. Þróað verður verklag og tækni við þær veiðar sem bestum árangri skila.
Timalengd verkefnis: 2015 - 2018
Hluti í verkefninu
Nýsköpunarmiðstöð Íslands þróaði og smíðaði tilraunagerð ljósvörpu, sem notuð verður við veiðitilraunir. Nýsköpunarmiðstöð mun sjá um frekari þróun og umbætur á tilraunabúnaði í verkefninu.
Samstarfsaðilar
- Optitog ehf. (IS)
- Hafrannsóknastofnun – rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna (IS)
Þakkir
Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði og AVS – rannsóknasjóði í sjávarútvegi.