MEET
Markmið MEET verkefnisins er að gera jarðvarmaorku aðgengilegri heiminum með því að minnka upphafskostnað svokallaðra EGS (e. Enhanced Geothermal System) brunna. EGS virkjanir eru skapaðar þar sem hiti er í jörðu en lítið sem ekkert af gegndræpi og vökvamettun. Vatni er dælt niður í jörðina þar sem það hitnar svo hægt sé að framleiða með því rafmagn þegar því hefur verið dælt aftur uppá yfirborðið. Tæknileg framþróun á þessu sviði gerir því heiminum kleift að beisla þá miklu ónýttu jarðvarmaorku sem fyrirfinnst víða.
Til þess að auka markaðsvægi jarðavarmaorku í Evrópu verður helsta markmið MEET að sýna fram á hagkvæmni EGS virkjanna í rafmagns- og hitaframleiðslu þegar að öllum helstu jarðfræðilegum umhverfum (crystalline, sedimentary, metamorphic, volcanic) kemur. MEET mun einnig vinna að því að kortleggja efnilegustu svæðin þar sem EGS virkjanir gætu verið reistar í nálægri framtíð.
Timalengd verkefnis: 2018-2021
Hluti í verkefninu
- Breyting á olíubrunnum í jarðvarmavirkjanir til þess að komast hjá því að bora niður í heita jörð, sem minnkar upphafskostnað virkjananna.
- Auka orkunýtingu á lághitavirkjunum (60-90°C) með því að nota tvívökvakerfi (e. Organic Rankine Cycle).
Samstarfsaðilar
Frakkland
- ÉS-Géothermie
- Unilasalle
- Geophysical Inversion & Modeling Labs
- Université de Cergy-Pontoise
- Vermilion Energy
- ENOGIA
- FEBUS OPTICS
- Ayming
Belgía
- Institut royal des Sciences naturelles de Belgique
Þýskaland
- Technische Universität Darmstadt
- Universitätsenergie Göttingen GmbH
- Georg August Universiat
- Helmholtz-Zentrum Potsdam
- GeoThermal Engineering
Króatía
- Fakultet elektrotehnike i računarstva
Ísland
- HS Orka
Þakkir
Verkefnið er styrkt af H2020 rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins, samkvæmt verkefnissamningi nr. 764086-2.