MESTABONE

Beinvaxtarhvetjandi og prentanleg lífstoðefni.
Verkefnistengiliðir
Gissur Örlygsson

English English

Markmið verkefnisins er að þróa aðferð til að sameina beinvaxtarhvetjandi og prentanleg lífstoðefni í samsetta blöndu sem hentar til notkunar í þrívíddarprentaðferðum sem byggja á extrusion, t.d. svokallaðri fused deposition modelling, FDM. Kítósan hefur sýnt beinvaxtarhvetjandi eiginleika sem gera það að mikilvægum þætti í efnum til endurnýjunar á beini en það er hins vegar aflfræðilega veikt. Hugmyndin er að blanda kítósani við fjölliðu sem býr yfir betri aflfræðilegum eiginleikum og þróa samsettan þráð (filament) sem þrívíddarprentari tekur inn og nýtist í prentun á beinígræðum sem hvetja beinvöxt og hafa um leið fullnægjandi burð. Til að staðreyna aðferðina verða sýni til prófana og ígræði þrívíddarprentuð.

 

Timalengd verkefnis: 2020- 2022

Hluti í verkefninu

  • Vinna við efnisþróun, hönnun og prentun sýna og frumgerða ígræða.
  • Prófanir og greiningar á byggingu, styrk, og efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum.
  • Þátttaka í prófunum á lífhæfi (biocompatibility).

 Samstarfsaðilar

  • Genis ehf. (IS)

Þakkir

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

Taeknithrounarsjodur Logo