NAT4MORE

Náttúrulegar sameindir á yfirborði lífvirkra efna til að móta viðbragð ígræðlingsþega við ígræðlingi.
Verkefnistengiliðir
Gissur Örlygsson

English English

Þróun á nanóyfirborði ígræðlinga í bein, virkjun yfirborðs með náttúrulegum lífsameindum sem geta mótað viðbragð ígræðlingsþega og minnkað sýkingar, prófað m.t.t. pökkunar, sótthreinsunar, geymslutíma og stöðugleika við raunaðstæður. Þekkt beinígræðsluefni (títanmelmi, lífvirkt gler, hýdroxýapatít) voru valin. Virkjun yfirborðanna verður innblásin af náttúrlegum ferlum; notuð verða pólýfenól úr vínhrati og kítínafleiður úr rækjuskel, efni með andoxunarvirkni, bólguhemjandi og örverueyðandi virkni og beinvaxtarörvandi eiginleika.

Timalengd verkefnis: 2017 - 2020

Hluti í verkefninu

  • Umsjón með íslenska hluta verkefnisins sem unninn er í nánu samstarfi NMÍ og Genís hf.
  • Skilgreining og framleiðsla á hýdroxýapatíti fyrir verkefnið.
  • Tenging kítínafleiða á yfirborð lífvirks glers, hýdroxýapatíts og títanmelmis.
  • Greining á yfirborðum fyrir og eftir meðhöndlun: FESEM-EDS, optical profilometry, snertihorn, Raman-smásjá; FT-IR smásjá og AFM (við HÍ).
  • Skipulagning in vivo tilrauna.
  • Röntgen micro CT-greining sýna úr in vivo tilraunum.
  • Aflfræðileg próf á tengingu beins og ígræðlings.

Samstarfsaðilar

  • Genís hf. (IS)
  • Politecnico di Torino (IT)
  • Consiglio per la Ricerca in agricoltura e l’analisi dell’Economia Agraria (IT)
  • Universidade de São Paulo (BR)

Þakkir

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

Taeknithrounarsjodur

Verkefnið hlaut styrkinn í gegnum M-ERA.NET sem er netverk styrkt af Evrópusambandinu í þeim tilgangi að styðja við og auka samhæfingu evrópskra rannsókna- og nýsköpunaráætlana og tilheyrandi styrkja á svið efnisfræði og efnisverkfræði.

M era Net