OptiCast
Margar vörur úr steypujárni þurfa að vera slitsterkar, algengustu leiðir til að ná því fram eru kostnaðarsamar og krefjast mikillar notkunar þungmálma. Efnið er þá erfitt í eftirvinnslu og illa endurvinnanlegt. Í þessu verkefni er þróuð aðferð til að steypa í einu lagi með hagkvæmum, öruggum og umhverfisvænum hætti endurvinnanlegar vörur með slitsterkt yfirborð á slitflötum. Með þessari alferð er öllum helstu kostum steypts seigjárns haldið en eiginleikum slitsterkustu stáltegunda náð í þeim yfirborðum þar sem þess er þörf.
Timalengd verkefnis: 2011 - 2013
Hluti í verkefninu
- Tæknileg verkefnisstjórn.
- Efnisfræði – efnisval.
- Prófanir og mat á eiginleikum.
Samstarfsaðilar
- Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf. (IS)
- Simtech Systems Inc. (FI)
- E. E. Ingleton Engineering Ltd. (UK)
- Fura ehf. (IS)
- The UK Health & Environment Research Institute Ltd. (UK)
Birtingar
Sjá vefsíðu verkefnisins:
http://www.opticast.is/index.php/reports/
Úrdrátt úr lokaskýrslu verkefnisins má finna á:
https://cordis.europa.eu/result/rcn/140785_en.html
Þakkir
Þetta verkefni er styrkt af sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og þróun.