Norrænir styrkir og stuðningur

Hér að neðan er að finna afrakstur af sérstöku verkefni sem snerist um markvissa upplýsingamiðlun um fjármögnunarleiðir innan norræns samstarfs. Markmiðið er að upplýsa og auka möguleika íslenskra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga að sækja í samnorrænt styrkfé.  Frumkvæði að verkefninu og fjármögnun þess kom frá Norrænu ráðherranefndinni.

Verkefnisstjóri verkefnisins er Kjartan Due Nielsen. 

Gagnlegt

Hér að neðan má finna upplýsingar um styrki eftir sviðum.

Styrkir eftir sviðum


Atvinnulíf og nýsköpun

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)
NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
• 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
• verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum.

- Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn - Nordisk projekteksportfond (Nopef)
Nopef hefur það að markmiði að efla alþjóðlega samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Norðurlöndum með því að veita hlutfjármögnun vegna hagkvæmniathugana til fyrirtækja sem vilja koma á fót starfsemi erlendis, í löndum utan ESB og EES. Nopef lánar allt að 40% af viðurkenndum kostnaði vegna hagkvæmniathugana, t.d. launakostnað, ferðakostnað, þýðingarkostnað, kostnað við aðkeypta ráðgjöf, lögfræðiaðstoð, gerð viðskiptaáætlunar og fleira. Þegar lokaskýrsla um niðurstöður verkefnisins hefur verið samþykkt er láninu breytt í styrk, að hluta eða öllu leyti. Umsóknir eru afgreiddar á fundi lánanefndar fjórum sinnum á ári.

Norræna Atlantssamstarfið - Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)
NORA er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands og strandhéraða Noregs. NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi. Umsækjendur geta verið fyrirtæki ein sér eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir og opinberar stofnanir.
Veittir eru styrkir til verkefna á eftirtöldum sviðum:
- Auðlindir sjávar. Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að þróun framleiðsluaðferða og búnaðar eða fullnýtingu þekktra auðlinda, aukaafurða, nýrra auðlinda, eldi og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina.
- Ferðamál. Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.
- Upplýsingatækni. Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu eða þróun hugbúnaðarlausna til eflingar atvinnulífs.
- Samgöngur. Verkefni sem stuðla að þróun og eflingu samgöngu- og flutningskerfa í fámennum byggðarlögum. 
- Annað svæðasamstarf. Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum.
Styrkfjárhæðir geta numið allt að 500 þúsundum danskra króna á ári. Styrkur getur ekki numið meira 50% af heildarkostnaði verkefnis. Laun og rekstrarkostnaður er styrktur. Umsóknarfrestir eru í mars og október á hverju ári. Byggðastofnun gegnir hlutverki landsskrifstofu NORA á Íslandi.

Norræni fjárfestingabankinn - Den Nordiske Investeringsbank (NIB)
NIB fjármagnar verkefni sem styrkja samkeppnishæfni og bæta umhverfið. Bankinn býður viðskiptavinum í einkageiranum og opinberum geira langtímalán og tryggingar á samkeppnishæfum kjörum. NIB einbeitir sér sérstaklega að fjórum sviðum: orku, umhverfinu, flutningastarfsemi og fjarskiptum og nýsköpun. 

Börn og unglingar

Norræna barna- og æskulýðsnefndin - Nordisk Børne- og Ungdomskomité (NORDBUK)

NORDBUK veitir verkefnastyrki til samvinnuverkefna sem barna- og ungmennasamtök og sjálfstæðir barna- og ungmennahópar á Norðurlöndum inna af hendi. Til að eiga rétt á styrk verða  að jafnaði þrjú Norðurlönd að taka þátt en í tilfelli Íslands nægir tveggja landa samstarf. Styrkir eru aðeins veittir þátttakendum undir 25 ára aldri. Úthlutað er úr sjóðnum 4 sinnum á ári og umsóknarfrestir eru 1. febrúar, 1. apríl, 1. september og 1. nóvember. NORDBUK veitir einnig styrki til regnhlífasamtaka (umbrella organisations) á sviði æskulýðsmála sem eru starfandi í a.m.k. þremur Norðurlöndum. Umsóknarfrestur er 1. nóvember ár hvert.

Styrkjaáætlun fyrir frjáls félagasamtök á Eystrasaltssvæðinu
Styrkjaáætlun fyrir frjáls félagasamtök á Eystrasaltssvæðinu styrkir frjáls félagasamtök á Norðurlöndunum, í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og Rússlandi og Hvít-Rússlandi, sem vinna að því að efla samstarf milli ríkja á svæðinu. Umsækjendur eiga að vera frjáls félagasamtök með lýðræðislega kjörna stjórn og frjálsa félagsaðild. Verkefnin skulu efla starf frjálsra félagasamtaka, sérstaklega í Norðvestur-Rússlandi og Hvíta-Rússlandi.

Nordjobb
Sumarstörf (maí-sept) fyrir ungt fólk á aldrinum 18-28 í öðru norrænu landi. Laun og húsnæði, og skipulögð tómstundadagskrá á öllum stærstu Nordjobbsvæðunum. Umsóknartímabilið er á hverju ári frá janúar til maí. Norræna félagið veitir frekari upplýsingar.

Ferðamál

Vestnorræna ferðamálaráðið - North Atlantic Tourism Association (NATA)

Hægt er að sækja um styrki til tvenns konar verkefna. Annars vegar verkefna í ferðaþjónustu og hins vegar ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna. Auglýst er eftir umsóknum um vor og haust á hverju ári.
Styrkir til verkefna í ferðaþjónustu:
Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu á milli landanna þriggja geta sótt um styrk að hámarki 100.000 danskar krónur og skulu umsóknir fela í sér samstarf milli einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja í tveimur af löndunum þremur hið minnsta. Ekki eru veittir styrkir vegna launakostnaðar, ráðgjafar, útgáfu efnis eða vefsíðugerðar. Sækja má um aðstoð til markaðssetningar, nýsköpunar- og – vöruþróunar, kynnisferða á milli ferðaþjónustufyrirtækja og til gæða- og umhverfismála innan ferðaþjónustunnar.
Styrkir vegna kynnis- og námsferða:
Ferðastyrkir til þeirra sem vinna að samstarfsverkefnum sem varða tvö af löndunum þremur hið minnsta. Styrkjunum er einvörðungu ætlað að standa straum af ferðakostnaði. Hámarksstyrkur á hvern einstakling er 1000 danskar krónur og hvert verkefni fær að hámarki 20.000 danskar krónur í heildarstyrk. Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða skóla, íþróttahópa, tónlistarhópa og annars menningarsamstarfs. Ferðamálastofa er tengiliður sjóðsins og veitir frekari upplýsingar.

Norræna Atlantssamstarfið - Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)
NORA er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands og strandhéraða Noregs. NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi. Umsækjendur geta verið fyrirtæki ein sér eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir og opinberar stofnanir.
Veittir eru styrkir til verkefna á eftirtöldum sviðum:
- Auðlindir sjávar. Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að þróun framleiðsluaðferða og búnaðar eða fullnýtingu þekktra auðlinda, aukaafurða, nýrra auðlinda, eldi og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina.

 Ferðamál. Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.
- Upplýsingatækni. Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu eða þróun hugbúnaðarlausna til eflingar atvinnulífs.
- Samgöngur. Verkefni sem stuðla að þróun og eflingu samgöngu- og flutningskerfa í fámennum byggðarlögum. 
- Annað svæðasamstarf. Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum.
Styrkfjárhæðir geta numið allt að 500 þúsundum danskra króna á ári. Styrkur getur ekki numið meira 50% af heildarkostnaði verkefnis. Laun og rekstrarkostnaður er styrktur. Umsóknarfrestir eru í mars og október á hverju ári. Byggðastofnun gegnir hlutverki landsskrifstofu NORA á Íslandi.

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)
NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
• 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
• verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum. 

Félags- og heilbrigðismál

Norræna velferðarmiðstöðin - Nordens Velfærdscenter (NVC)
Stofnunin starfar á ýmsum sviðum velferðarmála en veitir styrki til:
1) rannsókna og þróunar í velferðartækni (e. welfare technology), sem miða að því að þróa búnað eða þjónustu sem auðveldar notendum daglegar athafnir og hreyfanleika innan og utan húsnæðis, atvinnuþátttöku og eykur öryggi þeirra, og er sérstaklega beint að eldra fólki, fólki með langvinna sjúkdóma og fólk með fötlun. Hægt er að senda inn umsóknir allt árið um kring. Sjá nánar hér.
2) samstarfs norrænna félagasamtaka sem starfa með fólki sem býr við fötlun. Styrkir til funda og ráðstefna. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember ár hvert fyrir verkefni á almanaksárinu á eftir.Sjá nánar hér.
3) daufblindra. Rannsóknastyrkir og ferðastyrkir á námskeið sem haldin eru á vegum NVC í Danmörku. Hægt er að senda inn umsóknir allt árið um kring.

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)
NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
• 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
• verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum.

Norræni lýðheilsuháskólinn - Nordisk højskole for folkesundhedsvidenskab (NHV)
NHV er stofnun um æðri menntun og rannsóknir á sviði lýðheilsu. Háskólinn býður grunn-, símenntunar- og rannsóknanámskeið í lýðheilsufræðum fyrir starfsfólk heilbrigðisgeirans og á sviðum sem tengjast honum. Hægt er að sækja um námskeiðsstyrki. Umsóknarlotur eru á vorin og haustin.

Nordic College of Caring Science (NCCS)
Markmið NCCS er að efla vísindalega þróun á því þverfaglega sviði sem myndar grunninn að öllu umönnunarstarfi. Samtökin reka rannsóknarsjóð sem styrkir norræn rannsóknaverefni sem stuðla að þekkingu á heilbrigðisþjónustu byggðri á virðingu við einstaklinga við ólíkar aðstæður, af ólíkum menningarheimum, sérstaklega með tilliti til heilbrigðis, líknandi meðferðar, fötlunar og skilningi á dauðanum. Meðlimir geta sótt um rannsóknarstyrki (10.000 SEK) og ferðastyrki (6000 SEK).

Landbúnaður og skógrækt

Norræna samstarfsstofnunin um landbúnaðarrannsóknir - Nordisk kontaktorgan for jordbrugsforskning (NKJ)
NKJ veitir styrki sem tengjast rannsóknavirkni svo sem til námstefna og tengslaneta- myndunar. Fjármögnun rannsóknanna sjálfra, verður að koma frá rannsóknarstofnunum viðkomandi landa. Því er einungis um viðbótarfjármögnun að ræða. Svið umsóknarinnar þarf að varða sjálfbæran og samkeppnishæfan landbúnað og matvælaframleiðslu á Norðurlöndunum. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að þátttakendur í verkefnum séu frá þremur Norðurlöndum hið minnsta. Hægt er að senda inn umsókn að jafnaði einu sinni á ári. 

Norrænar skógarannsóknir - SamNordisk Skovforskning (SNS)
SNS styrkir rannsóknir sem tengjast skógrækt, skógum og öðrum trávaxtarsvæðum, nýtingu timburs og öðrum skógarafurðum og rannsóknir sem tengjast skógum á annan hátt. Rannsóknasamstarfið þarf að vera á milli a.m.k. þriggja norrænna landa. SNS styrkir rannsóknarverkefni, tengslamyndun (networking activities), undirbúningsrannsóknir fyrir stór verkefni (pilot projects) og samstarf öndvegisrannsóknarsetra. Að jafnaði er umsóknarfrestur einu sinni á ári.

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)
NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
• 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
• verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum.

Áætlun um sjálfbæra þróun
Veittir eru styrkir til verkefna sem stuðla að framkvæmd norrænu stefnunnar um sjálfbæra þróun. Styrkirnir beinast aðallega að opinbera geiranum (stofnunum ríkisins og sveitarfélögum) og hugsanlega félögum og félagasamtökum eins og t.d. Landvernd. Fyrirtæki og einstaklingar geta ekki sótt um styrki. Skilyrði er að viðkomandi verkefni fylgi eftir þeim markmiðum sem sett eru fram í stefnunni og hér hefur verið lýst. Árlega eru um 2,5 milljónir danskra króna til skiptanna og er algengt að framlög séu 100.000-300.000 DKK. Skilyrði fyrir styrkjum er að þrjú norræn ríki hið minnsta taki þátt í verkefninu. Auk þess er krafist:
- að minnsta kosti 50% verkefnisins sé fjármagnað af því fagsviði innan ráðherranefndarinnar sem verkefnið fellur undir eða að 50% mótframlag komi frá félögum eða félagasamtökum, sveitarfélögum eða löndunum sjálfum.
- að skýr tengsl séu við eitt eða fleiri forgangssvið sem koma fram í stefnunni um sjálfbæra þróun.

Norræni þróunarsjóðurinn - Nordic Development Fund (NDF)
Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) er sameiginleg þróunarstofnun norrænu ríkjanna og veitir styrki til aðgerða vegna loftslags-breytinga í lágtekjulöndum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Opinberir aðilar, fyrirtæki, rannsóknarstofnanir, háskólar og samtök á Norðurlöndunum geta sótt um verkefnastyrki. Verkefni eru samstarfsverkefni þeirra norrænu aðila sem taka þátt í verkefninu og opinberra eða einkaaðila í landinu þar sem verkefnið fer fram. Styrkir NDF fjármagna mótvægisaðgerðir og aðlögun að loftslagsbreytingum á sviði náttúruauðlinda, orkumála, innviða (infrastructure) og þekkingaruppbyggingar (capacity developement). Styrkir eru að mestum hluta veittir til að fjármagna tækniaðstoð, s.s. ráðgjafaþjónustu, til fjárfestinga í vörum, vinnu, þjónustu og til að koma til móts við annan kostnað sem tengist tækniaðstoð. NDF hefur umsjón með tveimur fjármögnunarsjóðum sem norrænir aðilar geta sótt í. Ekki eru fastir umsóknarfrestir, heldur eru köll eftir umsóknum auglýst sérstaklega á heimasíðu NDF. 

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið - Nordic Environment Finance Corporation (NEFCO)
NEFCO fjármagnar umhverfisvæn verkefni í NV-Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. NEFCO veitir EKKI lán til verkefna á Norðurlöndunum sjálfum! Verkefni byggjast á samstarfi fyrirtækis eða stofnunar á Norðurlöndunum við fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag í einu af starfslöndum sjóðsins. Norræni samstarfsaðilinn þarf að vera viðriðinn verkefnið til langs tíma, gjarnan sem hluthafi. Oft er stofnað sérstakt fyrirtæki í kringum verkefnið. NEFCO veitir mjúk lán, þ.e. lán sem veitt eru á hagstæðari vöxtum en almennt gilda á markaði. Skilyrði fyrir fjármögnun er að minnst einn norrænn samstarfsaðili taki þátt í verkefninu. NEFCO hefur mismunandi sjóði til að útvega það fjármagn sem þarf til að styðja við hin ýmsu verkefni.

Norræni dýralækna- og landbúnað­arhá­skólinn - The Nordic Forestry, Veterinary and Agricultural University Network (NOVA)
Kennarar, vísindamenn og nemendur við stofnanir sem eru meðlimir að NOVA stendur til boða að sækja um styrki til samstarfs innan Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Landbúnaðarháskóli Íslands er aðili að NOVA og á heimasíðu LBHÍ má finna frekari upplýsingar um NOVA.

Löggjafar- og skattamál

Norræna sakfræðiráðið, Nordisk samarbejdsråd for kriminologi (NSfK)
Styrkir til rannsóknaverkefna, fundavinnuhópa, ferða, námsferða og þýðinga. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að þátttakendur í verkefnum séu frá þremur Norðurlöndum hið minnsta. 

Norræna skattrannsóknaráðið, Nordic Tax Research Council (NTRC)
Verkefni ráðsins eru að efla fræðilegar rannsóknir á skattamálum á Norðurlöndum á sviði lögfræði og hagfræði. Er verkefninu annars vegar sinnt með því að úthluta styrkjum til fræðimanna og annarra til að vinna tiltekin rannsóknarverkefni sem sótt er um styrk til og hins vegar með því að halda árlega ráðstefnu þar sem tekin eru fyrir með fræðilegum hætti skattamál sem höfða til allra landanna. Umsóknarfrestir eru 1. apríl og 1. október ár hvert. 

Matvælasvið

Norræna Atlantssamstarfið - Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)
NORA er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands og strandhéraða Noregs. NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi. Umsækjendur geta verið fyrirtæki ein sér eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir og opinberar stofnanir.
Veittir eru styrkir til verkefna á eftirtöldum sviðum:
- Auðlindir sjávar. Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að þróun framleiðsluaðferða og búnaðar eða fullnýtingu þekktra auðlinda, aukaafurða, nýrra auðlinda, eldi og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina.
- Ferðamál. Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.
- Upplýsingatækni. Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu eða þróun hugbúnaðarlausna til eflingar atvinnulífs.
- Samgöngur. Verkefni sem stuðla að þróun og eflingu samgöngu- og flutningskerfa í fámennum byggðarlögum. 
- Annað svæðasamstarf. Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum.
Styrkfjárhæðir geta numið allt að 500 þúsundum danskra króna á ári. Styrkur getur ekki numið meira 50% af heildarkostnaði verkefnis. Laun og rekstrarkostnaður er styrktur. Umsóknarfrestir eru í mars og október á hverju ári. Byggðastofnun gegnir hlutverki landsskrifstofu NORA á Íslandi.

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)
NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
• 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
• verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum.

Norræna rannsóknamiðstöðin - NordForsk
NordForsk er norræn stofnun sem hefur umsjón með samstarfi um rannsóknir og rannsóknamenntun á Norðurlöndunum. Stofnunin leggur áherslu á rannsóknasvið sem Norðurlöndin standa sig best í á alþjóðavettvangi.

Norræna samstarfsstofnunin um landbúnaðarrannsóknir - Nordisk kontaktorgan for jordbrugsforskning (NKJ)
NKJ veitir styrki sem tengjast rannsóknavirkni svo sem til námstefna og tengslaneta- myndunar. Fjármögnun rannsóknanna sjálfra, verður að koma frá rannsóknarstofnunum viðkomandi landa. Því er einungis um viðbótarfjármögnun að ræða. Svið umsóknarinnar þarf að varða sjálfbæran og samkeppnishæfan landbúnað og matvælaframleiðslu á Norðurlöndunum. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að þátttakendur í verkefnum séu frá þremur Norðurlöndum hið minnsta. Hægt er að senda inn umsókn að jafnaði einu sinni á ári.

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið - Nordic Environment Finance Corporation (NEFCO)
NEFCO fjármagnar umhverfisvæn verkefni í NV-Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. NEFCO veitir EKKI lán til verkefna á Norðurlöndunum sjálfum! Verkefni byggjast á samstarfi fyrirtækis eða stofnunar á Norðurlöndunum við fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag í einu af starfslöndum sjóðsins. Norræni samstarfsaðilinn þarf að vera viðriðinn verkefnið til langs tíma, gjarnan sem hluthafi. Oft er stofnað sérstakt fyrirtæki í kringum verkefnið. NEFCO veitir mjúk lán, þ.e. lán sem veitt eru á hagstæðari vöxtum en almennt gilda á markaði. Skilyrði fyrir fjármögnun er að minnst einn norrænn samstarfsaðili taki þátt í verkefninu. NEFCO hefur mismunandi sjóði til að útvega það fjármagn sem þarf til að styðja við hin ýmsu verkefni.

Menning og skapandi greinar

Norræni menningarsjóðurinn - Nordisk Kulturfond
Sjóðurinn styrkir menningu og listir í víðum skilningi, bæði atvinnufólk og áhugamenn. Styrkir eru veittir fyrir m.a. ráðstefnur, málþing, tónleika, leikferðalög, sýningar, menningarhátíðir og rannsókna- og menntaverkefni. Verkefnið þarf að fela í sér samstarf a.m.k. tveggja norrænna landa og/eða sjálfstjórnarsvæða sem þátttakendur, framkvæmdaaðilar eða viðfangsefni. Einstaklingar, félagasamtök/tengslanet og stofnanir, auk sjálfstæðra og opinberra stofnana geta sótt um styrk. Umsækjendur geta verið búsettir/starfað hvort heldur er á Norðurlöndum eða utan þeirra. Styrkir nema yfirleitt ekki meira en 85% af heildarkostnaði. Sjóðurinn getur veitt styrki til skrifstofu- og launakostnaðar umsækjanda. Að jafnaði eru ekki veittir hærri styrki til verkefna en 500.000 DKK. Verkefni sem ætlað er að umsækjandi hafi fjárhagslegan ávinning af eru ekki styrkt. 
Sjóðurinn styrkir ekki verkefni sem ýtt er úr vör áður en sjóðnum gefst tækifæri til að afgreiða umsóknina, almennan rekstrarkostnað stofnana, kaup á tæknibúnaði, viðgerðir eða húsabyggingar, nám eða framhaldsmenntun einstaklinga, rannsóknastörf einstaklinga, námsdvalir og skólaferðalög, íþróttaviðburði, þýðingar á fagurbókmenntum og almennu fræðsluefni, tónsmíðar eftir pöntun, framleiðslu og útgáfu á hljómplötum/geisladiskum eða framleiðslu á tölvuleikjum, leiknum kvikmyndum, stuttmyndum, heimildamyndum, leiknu sjónvarpsefni eða sjónvarpsþáttaröðum. Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyrier tengiliður sjóðsins á Íslandi og veitir frekari upplýsingar.

Norræna menningargáttin - Kulturkontakt Nord
Styrkjaáætlanirnar eru tvær og eru opnar öllum lista- og menningargreinum. Umsóknarlotur sjóðanna eru mismunandi og eru nokkrum sinnum á ári. Norræna húsið er tengiliður sjóðsins og veitir frekari upplýsingar.
Menningar- og listaáætlunin:
Áætlunin veitir styrki til fagfólks og áhugafólks. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem koma að menningarstarfssemi og listamönnum, menningar- og listastofnunum og félagasamtökum sem starfa á sviði menningar og lista. 
a) Framleiðslumiðuð starfsemi (verkefni)
Hægt er að sækja um styrk til mismunandi framleiðsluþátta verkefnis; rannsókna, framleiðslu, framsetningu og miðlunar.
b) Hæfnisþróun (fundahöld af ýmsum toga)
Styrkur til verkefna sem leggja áherslu á hæfnisþróun og þekkingarmiðlun t.d. ráðstefnur, námskeið og vinnubúðir (workshop).
Ferða- og dvalarstyrkjaáætlunin: 
a) Ferðastyrkir
Ferða- og dvalarstyrkur til Norðurlandanna eða Eystrasaltslandanna. Styrkirnir eru fyrir fagfólk innan allra listgreina, höfunda fagurbókmennta, þýðenda, sýningarstjóra, framleiðenda, blaðamanna sem starfa við menningartengt efni, menningarfræðinga o.s.frv. Styrkir eru einungis veittir einstaklingum (ekki hópum) og almennt ekki veittir opinberum starfsmönnum eða embættismönnum við opinberar stofnanir.
b) Styrkir til tengslaneta
Styrkir fyrir uppbyggingu tengslanets á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Styrkurinn gefur tengslanetinu möguleika á samstarfi ólíkra fagmanna, þróun samvinnu og að læra af hver öðrum. A.m.k þrjú lönd þurfa að taka þátt. Styrkirnir eru ætlaðir fagfólki í öllum geirum menningar og listar, menningar- og listastofnunum og félagasamtökum sem starfa á sviði menningar og lista.

Norræni Kvikmynda og sjónvarpssjóðurinn - Nordisk Film og TV Fond
Sjóðurinn tekur þátt í lokafjármögnun bíómynda, sjónvarpsmynda og þáttaraða, stuttmynda og skapandi heimildamynda. Þá vill sjóðurinn sem lokafjármögnunaraðili styrkja dreifingu og talsetningar á norrænum kvikmyndum á Norðurlöndunum og kvikmyndatengda viðburði sem þjóna norrænum hagsmunum. Sjóðurinn styrkir þróun og framleiðslu á verkum í formi lána. Sjóðurinn fer ekki fram á að verkið fjalli um samnorrænt efni, að það sé framleitt í samstarfi norrænna framleiðenda eða að starfsfólk og leikarar séu frá fleiri en einu Norðurlandanna. Norræn framleiðslufyrirtæki og dreifingarfyrirtæki geta sótt um styrki. Kvikmyndamiðstöð Íslands er tengiliður sjóðsins og veitir frekari upplýsingar.

Norræna tölvuleikjaáætlunin - Nordisk Computerspilprogram
Áætlunin veitir þróunarstyrki til norrænna tölvuleikjaframleiðenda. Fyrirtækið þarf að vera sjálfstæður tölvuleikjaframleiðandi, þ.e. ekki í eigu dreifingaraðila og ekki í eigu annars erlends (non-Nordic) framleiðslufyrirtækis. Fyrirtækið þarf að eiga höfundarrétt fyrir tölvuleikinn og vera fjárhagslega stöðugt, þ.e. ekki í lausafjárþurrð eða að stefna í gjaldþrot. Skilyrði er að tölvuleikurinn sé gefinn út á a.m.k. einu norrænu tungumáli (t.d. á íslensku). Ekki má vera búið að gera samning um framleiðslu á tölvuleiknum. Umsóknarfrestir hafa að jafnaði verið tvisvar á ári. Hver umsókn má vera á bilinu 100.000 til 600.000 danskra króna. Styrkumsóknin má ekki vera fyrir meira en 75% af heildarkostnaði.

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)
NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
• 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
• verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum.

Norrænn þýðingarstyrkur
Þýðingarstyrkir til þýðinga á norrænum bókmenntum og leikskáldverkum (drama) yfir á annað norrænt tungumál. Umsóknarfrestir eru nokkrum sinnum á ári.

Norræn dvalarsetur
Styrkir fyrir listamenn til dvalar á fjölmörgum dvalarsetrum á Norðurlöndum og í nokkrum öðrum evrópulöndum. Mismunandi reglur gilda milli setra.

Lektorpúljan
Norræna samstarfsnefndin um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis, vinnur að því að efla menntun í norrænum tungumálum og menningu við erlenda háskóla og fjármagnar lektorpúljuna. Samstarfsnefndin veitir sendikennurum styrki til menningarkynningar og gengst fyrir ráðstefnum um kennslu í Norðurlandamálum erlendis. Styrkirnir eru veittir til menningarverkefna, ráðstefnuhalds og upplýsingamiðlunar þar sem fjallað er um Norðurlönd. Meðal þess sem styrkt er geta verið gestafyrirlestrar, kvikmyndasýningar, heimsóknir rithöfunda o.s.frv. Verkefnið þarf að vera norrænt í eðli sínu og byggjast samstarfi a.m.k. 3 landa eða 3 tungumála. Umsóknarfrestur er um miðjan október á hverju ári.

Menntun og rannsóknir

Norræna rannsóknamiðstöðin - NordForsk
NordForsk er norræn stofnun sem hefur umsjón með samstarfi um rannsóknir og rannsóknamenntun á Norðurlöndunum. Stofnunin leggur áherslu á rannsóknasvið sem Norðurlöndin standa sig best í á alþjóðavettvangi.

Nordplus styrkjaáætlanir
Menntaaáætlun Nordplus á að stuðla að gæðum og nýsköpun í menntakerfum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með styrkjum til ýmiss konar samskipta, verkefna og samstarfsneta. Umsækjendur verða að vera stofnanir og samtök, einstaklingar geta ekki sótt um styrkina.  Áætlunin samanstendur af fimm undiráætlunum og veitir hver þeirra styrki í samhengi við ákveðin meginmarkmið og áherslur fyrir komandi starfsár. 
1) Nordplus Junior: Styrkir til samstarfs á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. 
2) Nordplus Høyere Utdanning: Styrkir til samstarfsneta á háskólastigi. 
3) Nordplus Voksen: Styrkir á sviði fullorðinsfræðslu. 
4) Nordplus Horisontal: Styrkir til samvinnu sem tengir saman aðrar undiráætlanir Nordplus.
5) Nordplus Nordiske Sprog: Styrkir verkefni á sviði málskilnings og norrænna tungumála, og þá sérstaklega dönsku, norsku og sænsku.
Umsóknarfrestur er 1. febrúar á hverju ári. Í ákveðnum tilvikum eru aðrir frestir auglýstir á heimasíðu Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, sem veitir allar frekari upplýsingar um Nordplus.

NOS vísindanefndir
Vísindaráðin á Norðurlöndum hafa með sér samstarf á fjórum helstu fagsviðum grunnvísinda í svokölluðum NOS-nefndum (Nordisk Samarbejdsnævn), þ.e. á sviði hugvísinda og félagsvísinda (NOS-HS), læknavísinda (NOS-M) og náttúruvísinda (NOS-N).
NOS-HS: Veitir styrki á sviði hug- og félagsvísinda til Norrænna rannsóknasamstarfsverkefna - NORDic COllaborative Research Projects (NORDCORP). Hágmarksfjárhæð hvers styrks er €600.000. Um er að ræða samstarfsverkefni með þátttöku fulltrúa frá háskólum í að minnsta kosti þremur Norðurlandanna. Opið er fyrir umsóknir að jafnaði á tveggja ára fresti. Einnig styrkir NOS-HS svokallaðar rannsókna-vinnustofur (eksplorative workshops). Nánari upplýsingar eru á heimasíðu NOS-HS.
NOS-M: Veitir ekki hefðbundna styrki til vísindamanna, en stendur fyrir ráðstefnum. Ráðstefnurnar eru sérstaklega ætlaðar til að styrkja samstarf milli yngri vísindamanna og þeirra sem lengra eru komnir. Ungir vísindamenn geta sótt um þátttökustyrk til NOS-M á þessar ráðstefnur.
NOS-N: Veitir styrki til norrænna vísindastofnana og fjölþjóða rannsóknaverkefna. Veitir ekki hefðbundna styrki til vísindamanna.
Rannís
 er tengiliður NOS nefndanna á Íslandi og veitir frekari upplýsingar.

Norræni menningarsjóðurinn - Nordisk Kulturfond
Sjóðurinn styrkir menningu og listir í víðum skilningi, bæði atvinnufólk og áhugamenn. Styrkir eru veittir fyrir m.a. ráðstefnur, málþing, tónleika, leikferðalög, sýningar, menningarhátíðir og rannsókna- og menntaverkefni. Verkefnið þarf að fela í sér samstarf a.m.k. tveggja norrænna landa og/eða sjálfstjórnarsvæða sem þátttakendur, framkvæmdaaðilar eða viðfangsefni. Einstaklingar, félagasamtök/tengslanet og stofnanir, auk sjálfstæðra og opinberra stofnana geta sótt um styrk. Umsækjendur geta verið búsettir/starfað hvort heldur er á Norðurlöndum eða utan þeirra. Styrkir nema yfirleitt ekki meira en 85% af heildarkostnaði. Sjóðurinn getur veitt styrki til skrifstofu- og launakostnaðar umsækjanda. Að jafnaði eru ekki veittir hærri styrki til verkefna en 500.000 DKK. Verkefni sem ætlað er að umsækjandi hafi fjárhagslegan ávinning af eru ekki styrkt. 
Sjóðurinn styrkir ekki verkefni sem ýtt er úr vör áður en sjóðnum gefst tækifæri til að afgreiða umsóknina, almennan rekstrarkostnað stofnana, kaup á tæknibúnaði, viðgerðir eða húsabyggingar, nám eða framhaldsmenntun einstaklinga, rannsóknastörf einstaklinga, námsdvalir og skólaferðalög, íþróttaviðburði, þýðingar á fagurbókmenntum og almennu fræðsluefni, tónsmíðar eftir pöntun, framleiðslu og útgáfu á hljómplötum/geisladiskum eða framleiðslu á tölvuleikjum, leiknum kvikmyndum, stuttmyndum, heimildamyndum, leiknu sjónvarpsefni eða sjónvarpsþáttaröðum. Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyrier tengiliður sjóðsins á Íslandi og veitir frekari upplýsingar.

Lektorpúljan
Norræna samstarfsnefndin um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis, vinnur að því að efla menntun í norrænum tungumálum og menningu við erlenda háskóla og fjármagnar lektorpúljuna. Samstarfsnefndin veitir sendikennurum styrki til menningarkynningar og gengst fyrir ráðstefnum um kennslu í Norðurlandamálum erlendis. Stykirnir eru veittir til menningarverkefna, ráðstefnuhalds og upplýsingamiðlunar þar sem fjallað er um Norðurlönd. Meðal þess sem styrkt er geta verið gestafyrirlestrar, kvikmyndasýningar, heimsóknir rithöfunda o.s.frv. Verkefnið þarf að vera norrænt í eðli sínu og byggjast samstarfi a.m.k. 3 landa eða 3 tungumála. Umsóknarfrestur er um miðjan október á hverju ári.

Nordic Master Programme
Áætlun sem æðri menntastofnanir geta sótt í, til að þróa nám á meistarastigi í samstarfi við önnur Norðurlönd.

Verkefnisútboð
Norræna ráðherranefndin um menntamál og rannsóknir (MR-U) auglýsir reglulega verkefnisútboð á sínu sviði.

Námsstyrkir og styrkir fyrir fræðimenn:

Norræna Afríkustofnunin - Nordisk Afrikainstitutt (NAI)
NAI hefur það að markmiði að stunda rannsóknir, skráningar og upplýsingamiðlun um Afríku nútímans. NAI veitir námsstyrki (scholarships) og einnig styrki til vettvangsstarfa í Afríku sem einstaklingar á Norðurlöndunum geta sótt um.

Norræna stofnunin um Asíurannsóknir - Nordisk Institut for Asienstudier (NIAS)
NIAS hefur það markmið að sameina norræna þekkingu til að ná fram hámarksnýtingu á rannsóknagetu og færni um Asíu. NIAS SUPRA er stuðningsáætlun um Asíurannsóknir og tengslanet nemenda á Norðurlöndum sem stunda nám í Asíufræðum. Áætlunin veitir styrki og akademíska þjónustu. Veittir eru styrkir fyrir: 
1) MA og PhD námsmenn til að heimsækja NIAS í 2 vikur yfir námsönnina. 
2) MA námsmenn sem eru að skrifa meistarritgerðina.

Norræni sumarháskólinn - Nordisk Sommeruniversitet (NSU)
NSU veitir ferðastyrki til fræðimanna og nemenda (aðallega PhD) til að sækja námskeið á vegum skólans, sem flest hafa verið á félags- og hugvísindasviði. Markmiðið er að mynda vettvang til skoðanaskipta og til að þróa nýjar hugmyndir. Hægt er að sækja um að halda námskeið/ráðstefnur með ákveðnu þema í skólanum. 

Norræna eldfjallastöðin - Nordisk vulkanologisk institut (NORDVULK)
NORDVULK veitir á hverju ári rannsóknarstöður til norræna vísindamanna (í framhaldsnámi eða nýdoktorum)  og reynds vísindamanns í eldfjallafræði. Jafnframt eru haldin sumarnámskeið.

Norræna stofnunin um siglingalöggjöf - Nordisk Institut for Søret (NIFS)
NIFS veitir námsstyrki (fellowships) til doktorsnáms við Háskólann í Oslo. Umsóknarfrestir eru 1. mars og 1. október á hverju ári.

Norræna stofnunin um fræðilega eðlisfræði - Nordisk Institut for Teoretisk Fysik (NORDITA)
NORDITA veitir styrki til að halda 4-6 vikna málstofur/námskeið með þátttöku fræðimanna og PhD nema, á sviði eðlisfræðinnar. Markmiðið er að mynda vettvang til skoðanaskipta og til að þróa nýjar hugmyndir. 

Lýðháskólastyrkir
Umsóknarfrestir eru 1. júlí og 1. desember á hverju ári.

Íþróttalýðháskólastyrkir
Hægt er að leggja inn umsókn allt árið um kring. 

Norrænir starfsmenntunarstyrkir
Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Íslandi. Umsóknarfrestur er í júní ár hvert.

Orku-, samgöngu- og byggðamál

 Norrænar orkurannsóknir - Nordic Energy Research (NER)
NER hefur það hlutverk að stuðla að rannsóknum og nýsköpun á sviði orkumála. Þrjú norræn ríki hið minnsta þurfa að taka þátt í hverju verkefni. Efla á samvinnu sérfræðinga og vísindamanna á Norðurlöndum og auka tengsl við iðnaðinn. Ekki eru ákveðnir umsóknarfrestir, heldur eru köll auglýst sérstaklega á heimasíðu NER.

Norræna Atlantssamstarfið - Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)
NORA er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands og strandhéraða Noregs. NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi. Umsækjendur geta verið fyrirtæki ein sér eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir og opinberar stofnanir.
Veittir eru styrkir til verkefna á eftirtöldum sviðum:
- Auðlindir sjávar. Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að þróun framleiðsluaðferða og búnaðar eða fullnýtingu þekktra auðlinda, aukaafurða, nýrra auðlinda, eldi og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina.
- Ferðamál. Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.
- Upplýsingatækni. Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu eða þróun hugbúnaðarlausna til eflingar atvinnulífs.
- Samgöngur. Verkefni sem stuðla að þróun og eflingu samgöngu- og flutningskerfa í fámennum byggðarlögum. 
- Annað svæðasamstarf. Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum.
Styrkfjárhæðir geta numið allt að 500 þúsundum danskra króna á ári. Styrkur getur ekki numið meira 50% af heildarkostnaði verkefnis. Laun og rekstrarkostnaður er styrktur. Umsóknarfrestir eru í mars og október á hverju ári. Byggðastofnun gegnir hlutverki landsskrifstofu NORA á Íslandi.

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)
NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
• 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
• verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum.

Áætlun um sjálfbæra þróun
Veittir eru styrkir til verkefna sem stuðla að framkvæmd norrænu stefnunnar um sjálfbæra þróun. Styrkirnir beinast aðallega að opinbera geiranum (stofnunum ríkisins og sveitarfélögum) og hugsanlega félögum og félagasamtökum eins og t.d. Landvernd. Fyrirtæki og einstaklingar geta ekki sótt um styrki. Skilyrði er að viðkomandi verkefni fylgi eftir þeim markmiðum sem sett eru fram í stefnunni og hér hefur verið lýst. Árlega eru um 2,5 milljónir danskra króna til skiptanna og er algengt að framlög séu 100.000-300.000 DKK. Skilyrði fyrir styrkjum er að þrjú norræn ríki hið minnsta taki þátt í verkefninu. Auk þess er krafist:
- að minnsta kosti 50% verkefnisins sé fjármagnað af því fagsviði innan ráðherranefndarinnar sem verkefnið fellur undir eða að 50% mótframlag komi frá félögum eða félagasamtökum, sveitarfélögum eða löndunum sjálfum.
- að skýr tengsl séu við eitt eða fleiri forgangssvið sem koma fram í stefnunni um sjálfbæra þróun.

Norræni þróunarsjóðurinn - Nordic Development Fund (NDF)
Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) er sameiginleg þróunarstofnun norrænu ríkjanna og veitir styrki til aðgerða vegna loftslags-breytinga í lágtekjulöndum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Opinberir aðilar, fyrirtæki, rannsóknarstofnanir, háskólar og samtök á Norðurlöndunum geta sótt um verkefnastyrki. Verkefni eru samstarfsverkefni þeirra norrænu aðila sem taka þátt í verkefninu og opinberra eða einkaaðila í landinu þar sem verkefnið fer fram. Styrkir NDF fjármagna mótvægisaðgerðir og aðlögun að loftslagsbreytingum á sviði náttúruauðlinda, orkumála, innviða (infrastructure) og þekkingaruppbyggingar (capacity developement). Styrkir eru að mestum hluta veittir til að fjármagna tækniaðstoð, s.s. ráðgjafaþjónustu, til fjárfestinga í vörum, vinnu, þjónustu og til að koma til móts við annan kostnað sem tengist tækniaðstoð. NDF hefur umsjón með tveimur fjármögnunarsjóðum sem norrænir aðilar geta sótt í. Ekki eru fastir umsóknarfrestir, heldur eru köll eftir umsóknum auglýst sérstaklega á heimasíðu NDF. 

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið - Nordic Environment Finance Corporation (NEFCO)
NEFCO fjármagnar umhverfisvæn verkefni í NV-Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. NEFCO veitir EKKI lán til verkefna á Norðurlöndunum sjálfum! Verkefni byggjast á samstarfi fyrirtækis eða stofnunar á Norðurlöndunum við fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag í einu af starfslöndum sjóðsins. Norræni samstarfsaðilinn þarf að vera viðriðinn verkefnið til langs tíma, gjarnan sem hluthafi. Oft er stofnað sérstakt fyrirtæki í kringum verkefnið. NEFCO veitir mjúk lán, þ.e. lán sem veitt eru á hagstæðari vöxtum en almennt gilda á markaði. Skilyrði fyrir fjármögnun er að minnst einn norrænn samstarfsaðili taki þátt í verkefninu. NEFCO hefur mismunandi sjóði til að útvega það fjármagn sem þarf til að styðja við hin ýmsu verkefni.

Norræni fjárfestingabankinn - Den Nordiske Investeringsbank (NIB)
NIB fjármagnar verkefni sem styrkja samkeppnishæfni og bæta umhverfið. Bankinn býður viðskiptavinum í einkageiranum og opinberum geira langtímalán og tryggingar á samkeppnishæfum kjörum. NIB einbeitir sér sérstaklega að fjórum sviðum: orku, umhverfinu, flutningastarfsemi og fjarskiptum og nýsköpun.

Sjávarútvegur

Norrænt nýsköpunarsamstarf í sjávarútvegi
Samnorræn áætlun sem styður nýsköpun í sjávarútvegi.

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)
NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
• 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
• verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum.

Norræna Atlantssamstarfið - Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)
NORA er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands og strandhéraða Noregs. NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi. Umsækjendur geta verið fyrirtæki ein sér eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir og opinberar stofnanir.
Veittir eru styrkir til verkefna á eftirtöldum sviðum:
- Auðlindir sjávar. Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að þróun framleiðsluaðferða og búnaðar eða fullnýtingu þekktra auðlinda, aukaafurða, nýrra auðlinda, eldi og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina.
- Ferðamál. Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.
- Upplýsingatækni. Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu eða þróun hugbúnaðarlausna til eflingar atvinnulífs.
- Samgöngur. Verkefni sem stuðla að þróun og eflingu samgöngu- og flutningskerfa í fámennum byggðarlögum. 
- Annað svæðasamstarf. Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum.
Styrkfjárhæðir geta numið allt að 500 þúsundum danskra króna á ári. Styrkur getur ekki numið meira 50% af heildarkostnaði verkefnis. Laun og rekstrarkostnaður er styrktur. Umsóknarfrestir eru í mars og október á hverju ári. Byggðastofnun gegnir hlutverki landsskrifstofu NORA á Íslandi.

Umhverfismál

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)
NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
• 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
• verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum.

Áætlun um sjálfbæra þróun
Veittir eru styrkir til verkefna sem stuðla að framkvæmd norrænu stefnunnar um sjálfbæra þróun. Styrkirnir beinast aðallega að opinbera geiranum (stofnunum ríkisins og sveitarfélögum) og hugsanlega félögum og félagasamtökum eins og t.d. Landvernd. Fyrirtæki og einstaklingar geta ekki sótt um styrki. Skilyrði er að viðkomandi verkefni fylgi eftir þeim markmiðum sem sett eru fram í stefnunni og hér hefur verið lýst. Árlega eru um 2,5 milljónir danskra króna til skiptanna og er algengt að framlög séu 100.000-300.000 DKK. Skilyrði fyrir styrkjum er að þrjú norræn ríki hið minnsta taki þátt í verkefninu. Auk þess er krafist:
- að minnsta kosti 50% verkefnisins sé fjármagnað af því fagsviði innan ráðherranefndarinnar sem verkefnið fellur undir eða að 50% mótframlag komi frá félögum eða félagasamtökum, sveitarfélögum eða löndunum sjálfum.
- að skýr tengsl séu við eitt eða fleiri forgangssvið sem koma fram í stefnunni um sjálfbæra þróun.

Norðurskautsáætlunin

Norræni þróunarsjóðurinn - Nordic Development Fund (NDF)
Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) er sameiginleg þróunarstofnun norrænu ríkjanna og veitir styrki til aðgerða vegna loftslags-breytinga í lágtekjulöndum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Opinberir aðilar, fyrirtæki, rannsóknarstofnanir, háskólar og samtök á Norðurlöndunum geta sótt um verkefnastyrki. Verkefni eru samstarfsverkefni þeirra norrænu aðila sem taka þátt í verkefninu og opinberra eða einkaaðila í landinu þar sem verkefnið fer fram. Styrkir NDF fjármagna mótvægisaðgerðir og aðlögun að loftslagsbreytingum á sviði náttúruauðlinda, orkumála, innviða (infrastructure) og þekkingaruppbyggingar (capacity developement). Styrkir eru að mestum hluta veittir til að fjármagna tækniaðstoð, s.s. ráðgjafaþjónustu, til fjárfestinga í vörum, vinnu, þjónustu og til að koma til móts við annan kostnað sem tengist tækniaðstoð. NDF hefur umsjón með tveimur fjármögnunarsjóðum sem norrænir aðilar geta sótt í. Ekki eru fastir umsóknarfrestir, heldur eru köll eftir umsóknum auglýst sérstaklega á heimasíðu NDF. 

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið - Nordic Environment Finance Corporation (NEFCO)
NEFCO fjármagnar umhverfisvæn verkefni í NV-Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. NEFCO veitir EKKI lán til verkefna á Norðurlöndunum sjálfum! Verkefni byggjast á samstarfi fyrirtækis eða stofnunar á Norðurlöndunum við fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag í einu af starfslöndum sjóðsins. Norræni samstarfsaðilinn þarf að vera viðriðinn verkefnið til langs tíma, gjarnan sem hluthafi. Oft er stofnað sérstakt fyrirtæki í kringum verkefnið. NEFCO veitir mjúk lán, þ.e. lán sem veitt eru á hagstæðari vöxtum en almennt gilda á markaði. Skilyrði fyrir fjármögnun er að minnst einn norrænn samstarfsaðili taki þátt í verkefninu. NEFCO hefur mismunandi sjóði til að útvega það fjármagn sem þarf til að styðja við hin ýmsu verkefni.

Norræni fjárfestingabankinn - Den Nordiske Investeringsbank (NIB)
NIB fjármagnar verkefni sem styrkja samkeppnishæfni og bæta umhverfið. Bankinn býður viðskiptavinum í einkageiranum og opinberum geira langtímalán og tryggingar á samkeppnishæfum kjörum. NIB einbeitir sér sérstaklega að fjórum sviðum: orku, umhverfinu, flutningastarfsemi og fjarskiptum og nýsköpun.

Norræna embættismannanefndin um umhverfismál (EK-M)
Undir EK-M starfar vinnunefnd embættismanna (AU) og vinnuhópar á mismunandi fagsviðum. Í hópunum eiga sæti sérfræðingar frá umhverfisráðuneytum Norðurlanda eða stofnunum þeirra. Styrkjamöguleikarnir beinast aðallega að opinbera geiranum (stofnunum ríkisins og sveitarfélögum) og hugsanlega félögum og félagasamtökum eins og t.d. Landvernd. Fyrirtæki og einstaklingar geta ekki sótt um styrki. Meginmarkmiðið með umhverfisstyrkjunum er að undirbyggja stefnumótun stjórnvalda, taka saman þekkingu og bera saman milli Norðurlanda til að finna "best practices" sem gætu nýst öðrum í starfi sínu og greina t.d. EB gerðir og hvernig má innleiða þær svo og að setja fram tillögur um sameiginlega stefnumótun Norðurlanda í alþjóðlegu samstarfi. Verkefnastyrkir eru yfirleitt 100.000-500.000 DKK og oftast veittir til eins árs í senn. Skilyrði er að þátttakendur í verkefnunum séu frá þremur Norðurlöndum hið minnsta og að verkefnið feli í sér skýrt norrænt notagildi.

Umsóknir geta verið af ýmsu tagi. Sem dæmi má nefna:
- þróun prófunaraðferða
- könnun á magni efna í umhverfinu
- könnun á losun efna
- úttektir til að sýna fram á ástand / stöðu á tilteknum sviðum
- gerð upplýsingaefnis um tiltekin umhverfismál
- námskeið til að byggja upp þekkingu
- ráðstefnur til þess að kynna og ræða niðurstöður rannsókna
- stuðningur við vinnu er tengist gerð nýrrar Evrópulöggjafar, framkvæmd, breytingum, túlkun og eftirliti með löggjöfinni
- verkefni sem miða að því að styrkja gerð eða framkvæmd alþjóðasamninga
- þróun gagnabanka
- Rannsóknarverkefni eða hefðbundin útgjöld stofnana eru ekki styrkt!

Sótt er um styrki til vinnuhópanna beint eða vinnunefndarinnar (AU). Hvert er sótt, fer eftir fagsviði umsóknarinnar og hvernig hún fellur að starfsemi vinnuhópanna. Vinnunefndin tekur á móti umsóknum sem eru liggja þvert á mörg svið eða eru meira almenns eðlis. Upplýsingar um ferli umsókna veitir Sigurbjörg Sæmundsdóttir, starfsmaður umhverfisráðuneytisins. Einnig er rétt er að leita til og upplýsa þá íslensku fulltrúa sem í vinnuhópunum og vinnunefndinni sitja, því þeir munu fara yfir umsóknina þegar hún er lögð fyrir til samþykktar.

Upplýsinga- og samskiptatækni

Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Nordisk Innovationscenter (NICe)

  • NICe fjármagnar norræn verkefni sem efla nýsköpun og samkeppnishæfni í atvinnulífinu og leiða til viðskipta, og eru með sjálfbæra þróun í huga. NICe skilgreinir nýsköpun sem: nýjar vörur, þjónustu, markaði, ferli eða skipulagslíkön sem skapa fjárhagslegan ávinning eða hefur nytsemi eða gildi fyrir samfélagið. NICe leggur áherslu á að ýta undir og hvetja til nýsköpunar í öllum atvinnugreinum og sviðum, þ.m.t. í opinberri stjórnsýslu.
    Verkefni skulu beint eða óbeint leiða til viðskipta og þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
    • að verkefninu standa þátttakendur frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta
    • 50% mótframlag a.m.k., hvort sem það er í formi vinnuframlags eða peninga
    • verkefnið verður að leiða til áþreifanlegs árangurs (ný hugmynd, vara eða þjónusta) 
    Hægt er að leggja inn umsóknir allt árið um kring, en umsóknarferilinn er í tveimur skrefum. Auk þess auglýsir NICe nokkrum sinnum á ári sérstök umsóknarköll með ákveðnum þemum og skilyrðum.

    - Norræna Atlantssamstarfið - Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)
    NORA er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands og strandhéraða Noregs. NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi. Umsækjendur geta verið fyrirtæki ein sér eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir og opinberar stofnanir.
    Veittir eru styrkir til verkefna á eftirtöldum sviðum:
    - Auðlindir sjávar. Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að þróun framleiðsluaðferða og búnaðar eða fullnýtingu þekktra auðlinda, aukaafurða, nýrra auðlinda, eldi og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina.
    - Ferðamál. Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.
    - Upplýsingatækni. Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu eða þróun hugbúnaðarlausna til eflingar atvinnulífs.
    - Samgöngur. Verkefni sem stuðla að þróun og eflingu samgöngu- og flutningskerfa í fámennum byggðarlögum. 
    - Annað svæðasamstarf. Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum.
    Styrkfjárhæðir geta numið allt að 500 þúsundum danskra króna á ári. Styrkur getur ekki numið meira 50% af heildarkostnaði verkefnis. Laun og rekstrarkostnaður er styrktur. Umsóknarfrestir eru í mars og október á hverju ári. Byggðastofnun gegnir hlutverki landsskrifstofu NORA á Íslandi.

    Norræni fjárfestingabankinn - Den Nordiske Investeringsbank (NIB)
    NIB fjármagnar verkefni sem styrkja samkeppnishæfni og bæta umhverfið. Bankinn býður viðskiptavinum í einkageiranum og opinberum geira langtímalán og tryggingar á samkeppnishæfum kjörum. NIB einbeitir sér sérstaklega að fjórum sviðum: orku, umhverfinu, flutningastarfsemi og fjarskiptum og nýsköpun.

    Norræna rannsóknamiðstöðin - NordForsk
    NordForsk er norræn stofnun sem hefur umsjón með samstarfi um rannsóknir og rannsóknamenntun á Norðurlöndunum. Stofnunin leggur áherslu á rannsóknasvið sem Norðurlöndin standa sig best í á alþjóðavettvangi.

    Blaðamannstyrkir Norðurlandaráðs
    Styrkjunum er ætlað að auka áhuga fréttamanna á norrænum málefnum og norrænu samstarfi og gera þeim m.a. kleift að fjármagna ferðalög tengd greinaskrifum eða umfjöllun. Styrkir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps- eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi fréttamönnum. Styrkjum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerða í umsókn. Auglýsing og úthlutun styrkjanna fer fram árlega, á fyrri hluta árs. Venjulega er umsóknarfrestur í maí og ákvörðun tekin um miðjan júní.

    Norræna blaðamannamiðstöðin - Nordisk Journalistcenter (NJC)
    NJC skipuleggur fjölbreytt námskeið og ráðstefnur fyrir norræna blaða- og fréttamenn sem eflir þekkingu og skilning þeirra á menningarlegum og pólitískum málefnum sem varða Norðurlöndin sem eina heild, sem og áhrif þeirra í Evrópu og í heiminum. Norrænir blaða- og fréttamenn geta sótt um þátttöku á námskeiðum og ráðstefnum NJC.

Ýmsir sjóðir

Til eru ýmsir norrænir sjóðir sem styrkja tvíhliða samstarf við annað norrænt ríki og einnig litlir sjóðir sem styrkja ýmis norræn verkefni. Oftast eru þetta menningartengdir sjóðir. Einstaklingar geta yfirleitt sótt í þessa sjóði.

A.P. Møllers sjóðurinn
Sjóðurinn veitir tvenns konar styrkir. 
1) Styrkir vegna menningartengdra verkefna milli Danmerkur og hinna Norðurlandanna. Styrkir eru venjulega ekki veittir til fyrirtækja, né eru heldur veittir námsstyrkir. Umsóknir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast. Það tekur a.m.k. þrjár til fimm vikur að fá svar. Umsóknir eiga að vera á dönsku, eða ensku sem er síðra.  
2) Námsstyrkir til íslenskra námsmanna sem stunda nám við æðri menntastofnanir í Danmörku, þó ekki til doktorsnáms. Umsóknarfrestur er 31. desember á hverju ári. Umsókn þarf að vera á dönsku. Svar berst í síðasta lagi 1. mars.

Clara Lachmanns sjóðurinn
Markmið sjóðsins er að veita styrki til að stuðla að skandínavískri einingu. Sjóðurinn styður menningartengd verkefni sem hafa skýran skandínavískan fókus og þar sem a.m.k. tvö skandínavísk lönd vinna saman að. Eins og sjóðurinn skilgreinir skandínavíu (menningarlega) eru það Danmörk, Færeyjar, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Styrkir eru veittir til 1) vettvangsferða, námsferða hópa, námskeiða og sumarbúða 2) þátttöku á ráðstefnum, fundum og málþingum og í undantekningar-tilvikum til náms sem ekki er lánshæft 3) að skipuleggja ráðstefnur, fundi og málþing 4) annað sem stuðlar að skandínavískri einingu, t.d. með útgáfu eða miðlun upplýsinga um löndin og þjóðirnar og mikilvægi samheldni þeirra. Styrki má ekki nota til að greiða stjórnunarkostnað (administration) vegna ferða og fundarhalda, og eru ekki veittir vegna ferða innanlands (í eigin landi), til námsferða vegna vísindarannsókna eða til útgáfu á vísindagreinum eða doktorsritgerðum. Styrkupphæðir eru venjulega á bilinu 4000 til 40.000 sænskar krónur. Umsóknarfrestur er 15. janúar á hverju ári. Svar berst í maí. Styrkinn skal nota frá maí sama ár styrkveiting liggur fyrir og þar til 1. júní árið eftir. Miðað er við að umsóknir séu á sænsku, norsku eða dönsku.

Dansk-Íslenski samvinnusjóðurinn
Markmið sjóðsins er að auka skilning milli Íslands og Danmerkur og samstarf landanna á menningarsviðinu og öðrum sviðum. Styrkir eru veittir til uppihalds vegna vinnu eða náms í Danmörku, vegna starfsþjálfunar, til leiklista- og myndlistasýninga og slíkra hluta, og annars sem getur vakið áhuga Íslendinga á Danmörku og öfugt. Að öllu jöfnu er ekki veittir styrkir vegna náms eða rannsókna á hærri menntastigum, þar sem dansk-íslenski sjóðurinn veitir slíka styrki, sbr. samstarfssamning milli sjóðanna. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja danska tungu á Íslandi og í þeim tilgangi eru veittir styrkir vegna dönskukennslu og til rannsóknaverkefna og þróunar á kennsluefni. Nemendaheimsóknir með kennara eru styrkt ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Umsóknarfrestir eru 15. apríl og 15. október á ári hverju. Stjórn sjóðsins fundar í maí og október og berast svör til umsækenda fljótlega eftir fundina. Á hverju ári er ca. 300.000 dönskum krónum úthlutað í verkefnastyrki. Styrkupphæðir eru venjulega á bilinu 5000 til 20.000 danskar krónur. Umsóknir eiga að vera á dönsku (eða norsku eða sænsku). Nauðsynlegt er að lesa frekari reglur og skilyrði á heimasíðu sjóðsins.

Dansk-Íslenski sjóðurinn
Sjóðurinn vinnur að því að styrkja sambandið á milli Danmerkur og Íslands, stuðla að auknum rannsóknum og vísindum, og veitir námsstyrki til stúdenta við háskóla og æðri menntastofnanir. Umsóknarfrestir eru 1. apríl og 1. október á ári hverju. Miðað er við að umsóknir séu á dönsku, en einnig er mögulegt að hafa þær á ensku.

Dansk-íslenskt samstarf um stuðning við dönskukennslu á Íslandi Markmiðið með samstarfsverkefninu er í fyrsta lagi að styðja við dönskukennslu í íslenskum skólum, sérstaklega með tilliti til þess að efla færni nemenda til að tjá sig munnlega, í öðru lagi að kynna danska menningu í íslenska skólakerfinu og í þriðja lagi að auka áhuga Íslendinga á dönsku og skilning þeirra á tungumálinu. Árlega er auglýst eftir umsóknum um styrki til sérstakra verkefna á sviði endurmenntunar kennara, námsefnisgerðar, rannsóknar- og þróunarverkefna og vitundarvakningar um mikilvægi dönskukennslu. Einnig styrkveitingar til íslenskra nemenda í dönskunámi á háskólastigi til námsferða til Danmerkur. Styrkir eru veittir jafnt til einstaklinga og sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er í apríl-maí á hverju ári. Hægt er að sækja um á íslensku.

Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs
Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands og geta Norðmenn og Íslendingar sótt um framlag til verkefna sem mikilvæg teljast í báðum löndum og vera líkleg til að leiða til varanlegra tengsla milli fagmanna, listamanna og fræðimanna. Verkefnin skulu endurspegla fjölbreytt listræn form og hafa í senn skírskotun til sögunnar og samtímans. Að jafnaði er áhugamannahópum svo sem kórum og hljómsveitum ekki veittur ferðastyrkur. Ekki er greiddur heildarkostnaður verkefna. Árlegt framlag er um 1.300.000 norskar krónur. Umsækjendur skulu senda verkefnalýsingu til norska menningarmálaráðuneytisins með upplýsingum um markmið verkefnisins ásamt verkefnis-, framkvæmdar-, fjárhags- og fjármögnunaráætlun. Umsóknir mega vera á norsku og ensku (og jafnvel dönsku eða sænsku), en ekki íslensku. Ekki er um formlegan umsóknarfrest að ræða, en umsóknir sem berast fyrir febrúarlok ár hvert verða metnar í mars. Ef framlagið hefur ekki verið fullnýtt eftir aðalúthlutun í mars eru umsóknir metnar að nýju að hausti. 

Grænlandssjóður
Hlutverk Grænlandssjóðs er að stuðla að nánari samskiptum Íslendinga og Grænlendinga og veitir sjóðurinn styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála. Umsóknarfrestir eru að jafnaði í mars á hverju ári. Hægt er að sækja um á íslensku.

Letterstedtski sjóðurinn
Hefur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða. Ekki er um eiginlega námsstyrki að ræða, heldur koma þeir einir til greina, sem lokið hafa námi og hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingaleit á starfssviði sínu, svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðastofnun eða með þátttöku í fundum eða ráðstefnum. Íslandsdeild sjóðsins veitir ferðastyrki og er umsóknarfrestur 15. febrúar á hverju ári. Hægt er að sækja um á íslensku. Ferðastyrkir eru einungis veittir til ferða milli norrænu landanna og Eystrasaltsríkjanna, en hvorki til ferða innan landanna né til uppihalds. Á hverju ári auglýsir aðalstjórnin í Svíþjóð styrki til útgáfu, ráðstefnuhalds o. fl. (en ekki ferðastyrki) og eru tveir umsóknarfrestir; 15. febrúar og 15. september. Þær umsóknir eiga að vera á skandinavísku eða ensku sem er síðra - en ekki á íslensku. 

Menningarsjóður Íslands og Finnlands 
Tilgangur sjóðsins er að efla tengsl og menningarleg samskipti milli Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Um er að ræða styrki og námsstyrki til að styðja verkefni á mismunandi sviðum samfélags og menningarlífs. Um er að ræða styrki til samstarfs á sviði lista og menningar, vísindarannsókna (sérstaklega hug-og félagsvísindi), þýðinga á bókmenntum, námsferða eins námsmanns eða nemendahópa, tungumálanáms, og til ferða þar sem tilgangurinn er að læra meira um menningarlegar, félagslegar eða efnahagslegar aðstæður landanna. Styrkir eru veittir einstaklingum (sérfræðingum og áhugamönnum) og æskulýðshópum en stuðningur við samtök og stofnanir kemur að jafnaði ekki til greina nema sérstaklega standi á. Styrkir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráðstefnur koma venjulega heldur ekki til greina. Nám sem er lánshæft hjá LÍN er ekki styrkhæft. Umsóknarlota er að jafnaði í febrúar á ári hverju. Styrkinn skal nota frá júní sama ár og styrkveiting liggur fyrir og þar til í júní árið eftir. Umsóknir mega vera á ensku og sænsku (og norsku og dönsku) auk finnsku, en ekki íslensku. 

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn
Sjóðurinn á að efla sænsk-íslenska samvinnu, styðja gagnkvæm menningarsamskipti og fræða um sænska og íslenska menningu og þjóðfélög. Sjóðurinnn styrkir á ári hverju tvíhliða samstarf einkum á sviði menningar, menntunar og rannsókna. Fé er veitt til einstakra verkefna, m.a. ferðastyrkir sem stuðla að gagnkvæmum kynnum og samvinnu. Einstaklingar, en ekki hópar, geta sótt um ferðastyrki sem geta numið allt að 7000 sænsku krónum. Fjölþjóða samstarf er ekki styrkt. Jafnframt hefur sjóðurinn lagt fram fé til annarra verkefna eins og orðabókagerðar, til sænskukennslu á Íslandi, styrkt Íslands daga í Svíþjóð, auk þess stóð sjóðurinn fyrir sænskri menningarviku í Reykjavík haustið 2003 og loks hafa verið veitt nokkur Sænsk-íslensk menningarverðlaun á síðustu árum. Úr sjóðnum er veitt einu sinni á ári, í mars eða apríl og er jafnan auglýst eftir umsóknum í desembermánuði. Umsóknarfrestur er 1. febrúar ár hvert. Styrkinn má nota í 1 ár frá því að styrkveiting liggur fyrir. Umsóknir mega vera á íslensku og sænsku. Elfa Ýr Gylfadóttir hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu er starfsmaður sjóðsins og veitir upplýsingar

Þjóðhátíðargjöf Norðmanna
Tilgangur sjóðsins er að auðvelda Íslendingum að ferðast til Noregs. Í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli. Ekki eru veittir styrkir til þátttöku í fjölþjóðlegum mótum, þ.m.t. samnorrænum sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndum, og ekki er úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum. Áhersla er lögð á að veita styrki sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur beri sjálfir dvalarkostnað í Noregi. Umsóknarfrestir eru að jafnaði í mars á hverju ári. Hægt er að sækja um á íslensku. 

Starfsmannaskipti ríkisstarfsmanna
Með það að markmiði að auka norræna samvinnu hefur Norræna ráðherranefndin haft forgöngu um að gera ríkisstarfsmönnum á Norðurlöndum kleift að stunda tímabundið störf eða nám á starfsvettvangi sínum í ríkisstofnunum annars staðar á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að gefa ríkisstarfsmönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á stjórnun, stjórnsýslu og löggjöf annars staðar á Norðurlöndum. Þetta fyrirkomulag er ekki bundið við að skiptin séu gagnkvæm en útilokar það ekki heldur. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember ár hvert vegna skiptidvalar á almanaksárinu á eftir. Hægt er að sækja um á íslensku.