Smáforrit sem auðveldar flokkun vann ,,besta gagnaverkið"

Smáforrit sem ætlað er að auðvelda endurvinnslu varð hlutskarpast í flokknum „besta gagnaverkefnið“ í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem nú er lokið. Hér er linkur á youtubestreymi viðburðarins.

Sigurvegarar besta gagnaverkefnisins hlutu 750 þúsund krónur í verðlaun og voru það þeir Davíð Phuong Xuan Nguyen, Róbert Ingi Huldarsson, Þórður Ágústsson og Þórður Friðriksson, eða Volgar pulsur.

„Sigurlausn þeirra Flikk flokk er snjallsímaforrit (App) sem auðveldar endurvinnslu með því að veita upplýsingar um hvernig má endurvinna vöru, þegar strikamerki hennar er skannað,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Það voru Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra afhenti verðlaunin ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands og Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík.

Sigurvegarar í flokkinum „besta endurbætta lausnin“ voru þær Renata Bade Barajas og Jillian Verbeurgt með lausn sinni GreenBytes og hlutu þær 450 þúsund í sigurlaun. Er lausnin hugbúnaður sem dregur úr matarsóun veitingastaða með því að nota gervigreind og veðurstofugögn.

„Í flokknum Besta hugmyndin var það teymið GreenBike sem sigraði með hugmynd sinni Hjólað fyrir umhverfið - farsímaapp sem heldur utan um sparað kolefnisspor og hvetur til hjólreiða í takt við veðurspá. Teymið samanstendur af þeim Karítas Sif Halldórsdóttur, Guðjóni Hafsteini Kristinssyni og Mörtu Björgvinsdóttur.“

Tilgangur gagnaþonsins var að ýta undir sýnileika opinberra gagna og stuðla að nýsköpun með verkefnum sem ráða bót á fjölbreyttum umhverfisvandamálum.

Úthlutun styrkja úr Stafrænu forskoti

Úthlutun styrkja úr Stafrænu forskoti

Stafrænt forskot - markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga um allt land með stuðningi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í gegnum byggðaáætlun.
Nýja Rb blaðið um rakaöryggi bygginga

Nýtt Rb blað um rakaöryggi

Rannsóknastofa byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út nýtt Rb blað sem nefnist Rakaöryggi bygginga, skipulag, áætlanagerð og framkvæmd. Blaðið inniheldur yfirlit yfir ábendingar fyrir byggingaraðila sem vilja takmarka óæskilegan raka í byggingarefnum á framkvæmdastigi bygginga.