Hátt í 200 manns skráðir til leiks í gagnaþoni fyrir umhverfið

Gagnaþon fyrir umhverfið hófst 12. ágúst  með setningarathöfn í beinni útsendingu á facebook síðu Gagnaþonsins, og beint á Vísi.is. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra opnaði keppnina og hvatti þátttakendur til þess að finna lausnir á umhverfisvánni.

Hátt í tvöhundruð manns eru skráðir til leiks í gagnaþoninu.

Það eru yfir 40 teymi, en teymi geta verið allt frá 2-5 manns, og yfir 90 einstaklingar. Teymismyndun hefur verið síðustu daga, en einstaklingar hafa frest til sunnudagsins 16. ágúst til að mynda teymi.

Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem opin öllum og fer fram stafrænt 12.-19.ágúst. Þátttakendur þróa lausnir byggðar á opinberum gögnum umhverfinu til góða. Þátttakendur vinna saman í 2-5 manna teymum yfir heila viku með stuðningi leiðbeinanda. Hægt er að keppa í þremur flokkum og veitt verða verðlaun í hverjum flokki:

  • Besta gagnaverkefnið - 750.000 kr.

  • Endurbætt lausn - 450.000 kr.

  • Besta hugmyndin - 200.000 kr.

 

Úrslit verða kunngjörð miðvikudaginn 26.ágúst í beinni útsendingu þar sem rektorar Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands ásamt öðrum samstarfsaðilum tilkynna hvaða lið hafa borið sigur úr býtum í hverjum flokki.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru framkvæmdaraðilar verkefnisins ásamt öðrum opinberum stofnunum sem leggja fram gangasett. Aðrir samstarfsaðilar eru HÍ, HR, HA, Félagsvísindasvið HÍ, Forsætisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

 

Hægt er að nálagast nánari upplýsingar um keppnina og skrá sig á vefsíðunni hakkathon.island.is

Dagskrá:

14. ágúst - föstudagur
Þátttakendur vinna að lausnum - leiðbeinendur eru aðgengilegir.

13:00 - Bein útsending í gegnum Zoom á Facebooksíðu Gagnaþonsins

13:05 - Varða 2

13:15 - Unnur Magnúsdóttir: fyrirlestur um teymisvinnu 

13:30 - Helga Waage: Skollaleikur - reynslusaga frumkvöðuls um þróun gervigreindarkerfis sem stöðvar árásir á netverslun í rauntíma

 

15. ágúst - laugardagur

Þátttakendur vinna að lausnum - leiðbeinendur eru aðgengilegir.

16. ágúst - sunnudagur
Þátttakendur vinna að lausnum - leiðbeinendur eru aðgengilegir.

13:00 - Bein útsending frá Stúdíó Sýrlandi hefst á Facebooksíðu Gagnaþonsins

13:05 - Varða 3

13:15 - Erna Sigurðardóttir: fyrirlestur um blockchain

13:30 - Dr. Snjólaug Ólafsdóttir: fyrirlestur um sjálfbærni

 

20:00 Teymið skilar inn SAMAN hvaða áskorun þið ætlið að leysa hér, hvert teymi þarf einungis að svara einu sinni.

Tilgangurinn með þessu skjali er að fá yfirsýn yfir hve mörg teymi eru að leysa hvaða áskorun ásamt því að staðfesta teymin. 

 

Hér er teymið að ná fókus á hvaða áskorun þið ætlið að leysa! Á þessu stigi gætuð þið verið komin með efni til að kynna (ef ekki er óþarfi að örvænta). Eftir þetta skref er hægt að einblína á að fínpússa lausnina restina af hakkaþoninu!)

 

17. ágúst - mánudagur
13:00 - Bein útsending frá Stúdíó Sýrlandi hefst á Facebooksíðu Gagnaþonsins

13:15 - Svava Björk Ólafsdóttir: Kennsla í að halda kynningu (pitch)

13:30 - Vigdís Eva Líndal: fyrirlestur um persónuvernd

 

18. ágúst - þriðjudagur

Þátttakendur vinna að lausnum - leiðbeinendur eru aðgengilegir.

 

19. ágúst - miðvikudagur

Þátttakendur vinna að lausnum - leiðbeinendur eru aðgengilegir.

12:00 Lokað fyrir skil á DevPost.

13:00 - Bein útsending frá Stúdíó Sýrlandi hefst á Facebooksíðu Gagnaþonsins - farið verður yfir hvað er framundan í framhaldi af skilum á lausnum.

 

 

Frekari upplýsingar veita Kristjana Björk Barðdal & Hulda Birna Baldursdóttir verkefnastjórar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sími: 858-7862, 660-1973, kristjana@nmi.is & hulda@nmi.is 

Stafrænt forskot - umsókn um styrk til 15. september

Stafrænt forskot - umsókn um styrk til 15. september

Verkefnið er unnið í samstarfi við landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög víðs vegar um land. Vegna áforma um lokun er styrkur 2020 úthlutað í október.
Smáforrit sem auðveldar flokkun vann ,,besta gagnaverkið

Smáforrit sem auðveldar flokkun vann ,,besta gagnaverkið"

Sigurvegarar besta gagnaverkefnisins hlutu 750 þúsund krónur í verðlaun og voru það þeir Davíð Phuong Xuan Nguyen, Róbert Ingi Huldarsson, Þórður Ágústsson og Þórður Friðriksson, eða Volgar pulsur.