Stafrænt forskot - umsókn um styrk til 15. september

 Stafrænt forskot!

Með því að hagnýta Stafrænt forskot geta fyrirtæki meðal annars:
- mótað sér stafræna stefnu
-skipulagt vefvinnu og vefuppsetningu fyrirtækisins
-skipulagt og byrjað notkun á samfélagsmiðlum
-tekið næstu skref í notkun samfélagsmiðla

 Markmið vinnustofanna er að auka samkeppnishæfni starfandi fyrirtækja á landsbyggðinni sem nú eiga undir högg að sækja í alþjóðlegri samkeppni.  Verkefnið miðar að því:

  • Að bjóða framúrskarandi efni til stuðnings fyrirtækjum sem vilja efla getu sína á sviði stafrænnar tækni
  • Að efla stoðþjónustu við frumkvöðla og fyrirtæki með aukinni þekkingu og þjálfun um stafræna tækni
  • Að innleiða tiltekna þætti stafrænar tækni í innviði fyrirtækja sem gætu haft afgerandi áhrif á árangur þeirra til skemmri og lengri tíma
  • Að niðurstöðurnar verði fyrirmynd fyrirtækja um innleiðingu stafrænnar miðlunar og tækni til bættrar samkeppni

 

 

Fyrirtæki sem taka þátt, og hafa fengið greiningu á samfélagsmiðlum og heimasíðu, geta sótt um allt að 600.000 kr styrk til þess að bæta stafrænt forskot hjá sér. - Styrkur felst í að fá ráðgjöf eða sérfræðiaðstoð. Sækja um styrk hér!

 

 Nánari upplýsingar um verkefnið gefa:

Hulda Birna Baldursdóttir hulda@nmi.is

Vefsvæði um stafrænt forskot má finna hér:

Stafrænt forskot  - en þar má finna gagnleg rit og aðrar upplýsingar sem nýtast fyrirtækjum og frumkvöðlum að fóta sig í stafrænum heimi.

 

Smáforrit sem auðveldar flokkun vann ,,besta gagnaverkið

Smáforrit sem auðveldar flokkun vann ,,besta gagnaverkið"

Sigurvegarar besta gagnaverkefnisins hlutu 750 þúsund krónur í verðlaun og voru það þeir Davíð Phuong Xuan Nguyen, Róbert Ingi Huldarsson, Þórður Ágústsson og Þórður Friðriksson, eða Volgar pulsur.
Úthlutun styrkja úr Stafrænu forskoti

Úthlutun styrkja úr Stafrænu forskoti

Stafrænt forskot - markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga um allt land með stuðningi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í gegnum byggðaáætlun.