Um norræna styrki

Gagnlegt efni sem tengist norrænum styrkjum

Samnorrænar lánastofnanir

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið - Nordic Environment Finance Corporation (NEFCO)

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) er alþjóðleg fjármálastofnun sem stofnuð var 1990 af norrænu ríkjunum fimm. Starfsemin beinist einkum að því að styðja við verkefni sem eru hagkvæm og til hagsbóta fyrir umhverfið. NEFCO setur í forgang verkefni sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta vistfræðilegt ástand Eystrasaltsins eða draga úr áhrifum eitraðra mengunarvalda.

NEFCO fjármagnar umhverfisvæn verkefni í NV-Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. NEFCO veitir EKKI lán til verkefna á Norðurlöndunum sjálfum! Verkefni byggjast á samstarfi fyrirtækis eða stofnunar á Norðurlöndunum við fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag í einu af starfslöndum sjóðsins. Norræni samstarfsaðilinn þarf að vera viðriðinn verkefnið til langs tíma, gjarnan sem hluthafi. Oft er stofnað sérstakt fyrirtæki í kringum verkefnið. Upplýsingar um skilyrði og umsóknarferilinn er að finna hér.

NEFCO veitir mjúk lán, þ.e. lán sem veitt eru á hagstæðari vöxtum en almennt gilda á markaði. NEFCO hefur mismunandi sjóði til að útvega það fjármagn sem þarf til að styðja við hin ýmsu verkefni. Helstir þeirra eru Fjárfestingarsjóðurinn, Norræni umhverfisþróunarsjóðurinn, Sjóðurinn fyrir tilraunasvæðið (TGF), Kolefnissjóður NEFCO og Barents Hot Spots Facility. Þessum sjóðum og fleirum er lýst á heimasíðu NEFCO.

Skilyrði fyrir fjármögnun er að minnst einn norrænn samstarfsaðili taki þátt í verkefninu. Frá stofnun hefur NEFCO tekið þátt í yfir 400 litlum og meðalstórum verkefnum á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði efna-, málm- og matvælaiðnaðar, landbúnaðar, vatnshreinsunar, rafveitna, þjónustu sveitarfélaga, sorpmeðferðar, umbóta á kjarnorkusviði, umhverfisstjórnunar og framleiðslu umhverfisbúnaðar.

NEFCO verkefni eru alla jafna rekin í samstarfi við þann aðila sem "á" verkefnið. Lögð er áhersla á beinar fjárfestingar t.d. í samstarfsverkefnum opinberra aðila og einkageirans og fyrirtækjum í opinberri þjónustu. Í öllum verkefnum sem NEFCO styður verður að vera skynsamlegt jafnvægi á milli áhættu og hagnaðarvonar allra hagsmunaaðila. Markmiðið er að réttlátt og gegnsætt jafnvægi verði á milli fjárfestingarinnar og þeirra umhverfisbóta sem fást með henni. NEFCO stefnir að því að bjóða ætíð bestu fáanlega skilmála í þessu sambandi miðað við áhættu.

NEFCO hefur net samstarfsaðila og miðlar fjármagni frá þeim og fjármálastofnunum. NEFCO gerir einnig tvíhliða áætlanir um aðstoð í umhverfismálum.

Danfríður Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisráðuneytinu situr í stjórn NEFCO veitir frekari upplýsingar í gegnum tölvupóst: danfridur.skarphedinsdottir@umhverfisraduneyti.is eða síma: 545-8600.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu NEFCO.

Norræni fjárfestingabankginn - Den Nordiske Investeringsbank (NIB)

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn stundar lánastarfsemi bæði í eigendalöndunum og í nývaxtarlöndum.

NIB fjármagnar verkefni sem styrkja samkeppnishæfni og bæta umhverfið. Bankinn býður viðskiptavinum í einkageiranum og opinberum geira langtímalán og tryggingar á samkeppnishæfum kjörum. NIB einbeitir sér sérstaklega að fjórum sviðum:

- Orku
- Umhverfinu
- Flutningastarfsemi og fjarskiptum
- Nýsköpun.

Verkefni sem til greina kemur að fjármagna eru skoðuð með sjálfbæran vöxt í huga. Bankinn greinir áhrif þeirra á samkeppnishæfni og umhverfið sem og óbein áhrif þeirra á hagkerfið og samfélagið.

NIB byggir upp sjóði sína með lánastarfsemi á alþjóðlegum mörkuðum. Skuldabréf hans fá hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu NIB.

Lánasjóður Vestur-Norðurlanda

Lánasjóðurinn lánar fé til fjárfestinga fyrirtækja í Færeyjum og á Grænlandi. Einnig til íslenskra fyrirtækja, að því tilskildu að um sé að ræða samstarfsverkefni íslensks og annað hvort færeysks eða grænlensks fyrirtækis.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu lánasjóðsins.


Umsóknarskrif

 

Samkeppni um styrki fer sívaxandi og því er mikilvægt skila vandaðri og fullnægjandi umsókn fyrir verkefnið þitt. Fólki sem er óvant því að skrifa umsóknir hættir til að vanmeta þann tíma sem tekur að semja almennilega umsókn.

Það dugar ekki að hafa fengið góða hugmynd, umsóknin verður jafnframt að svara spurningum styrkveitendanna: Af hverju, hvernig, hvenær, hvar og fyrir hvern? Umsóknin á þar að auki að vera skýr og stutt. Það er ekki eins einfalt og margir halda og tekur tíma.

Norræni menningarsjóðurinn hefur gefið út handbók til að auðvelda þér að semja vandaða umsókn og auka þannig líkur á því að þú hljótir styrk til þess verkefnis sem þú brennur fyrir. Hægt er að hlaða handbókinni niður með því að ýta á tengilinn hér fyrir neðan.

Markmiðið með þessu framtaki sjóðsins er að miðla ákveðinni grundvallarþekkingu sem nauðsynleg er þegar sótt er um verkefnastyrki. Það gildir óháð því hvort sótt er um styrk frá sveitarfélagi, einkasjóði af einhverju tagi, Norræna menningarsjóðnum, öðrum norrænum sjóðum eða áætlunum, einhverri af mörgum styrktaráætlunum ESB eða annars staðar að. Handbókin fjallar því ekki um það hvar sækja eigi um verkefnastyrk, heldur hvernig eigi að gera það.

Vonandi getur þetta framtak sjóðsins aukið möguleika ykkar á því að fá verkefnatyrki.

Að sækja um styrk: nokkrar almennar ráðleggingar og ábendingar


Yfirlit styrkja í stafrófsröð

 

Stofnun/sjóður Svið
A.P. Møllers sjóðurinn Menning/ýmsir sjóðir
Áætlunin "Nordic Master Programme" Menntun og rannsóknir
Clara Lachmanns sjóðurinn Menning/ýmsir sjóðir
Dansk-Íslenski samvinnusjóðurinn Menning/ýmsir sjóðir
Dansk-Íslenski sjóðurinn Menning/ýmsir sjóðir
Dansk-íslenskt samstarf um stuðning við dönskukennslu Menning/ýmsir sjóðir
Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs Menning/ýmsir sjóðir
Grænlandssjóður Menning/ýmsir sjóðir
Íþrótta-lýðháskólastyrkir Menntun og rannsóknir
Lánasjóður Vestur-Norðurlanda Lánastofnun
Lektorpúljan Menntun og rannsóknir
Letterstedtski sjóðurinn Menning/ýmsir sjóðir
Lýðháskólastyrkir Menntun og rannsóknir
Menningarsjóður Íslands og Finnlands Menning/ýmsir sjóðir
Nordjobb Vinnumál
Nordplus styrkjaáætlanir Menntun og rannsóknir
Norðurskautsáætlunin Umhverfismál
Norræna Afríkustofnunin (NAI) Menntun og rannsóknir
Norræna Atlantsnefndin (NORA) Ýmis svið
Norræna barna- og æskulýðsnefndin (NORDBUK) Börn og unglingar
Norræna eldfjallastöðin (NORDVULK) Menntun og rannsóknir
Norræna menningargáttin - Kulturkontakt Nord Menning og skapandi greinar
Norræna nýsköpunarmiðstöðin (NICe) Ýmis svið
Norræna rannsóknamiðstöðin - NordForsk Ýmis svið
Norræna sakfræðiráðið (NSfK) Löggjafarmál
Norræna samstarfsstofnunin um landbúnaðarrannsóknir (NKJ) Landbúnaður og skógrækt
Norræna stofnunin um Asíurannsóknir (NIAS) Menntun og rannsóknir
Norræna skattrannsóknaráðið (NTRC) Efnahags- og fjármál
Norræna stofnunin um fræðilega eðlisfræði (NORDITA) Menntun og rannsóknir
Norræna stofnunin um siglingalöggjöf (NIFS) Menntun og rannsóknir
Norræna tölvuleikjaáætlunin Menning og skapandi greinar
Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) Lánastofnun
Norræna velferðarmiðstöðin (NVC) Velferðarmál
Norrænar orkurannsóknir (NEF) Orku- og byggðamál
Norrænar skógarannsóknir (SNS) Landbúnaður og skógrækt
Norræni fjárfestingabankinn (NIB) Lánastofnun
Norræni kvikmynda og sjónvarpssjóðurinn (NFTF) Menning og skapandi greinar
Norræni lýðheilsuháskólinn (NHV) Velferðarmál
Norræni menningarsjóðurinn - Nordisk Kulturfond Menning og skapandi greinar
Norræni sumarháskólinn (NSU) Menntun og rannsóknir
Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn (Nopef) Ýmis svið
Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) Lánastofnun
Norrænir starfsmenntunarstyrkir - iðnnám Menntun og rannsóknir
Norrænn þýðingarstyrkur - bókmenntir og leikskáldverk Menning og skapandi greinar
Starfsmannaskipti ríkisstarfsmanna Menning/ýmsir sjóðir
Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn Menning/ýmsir sjóðir
Verkefnið "Ný norræn matargerð" Matvælasvið
Vestnorræna ferðamálaráðið (NATA) Ferðaþjónusta og samgöngumál
Þjóðhátíðargjöf Norðmanna Menning/ýmsir sjóðir
   
 

Berglind Hallgrímsdóttir
Berglind Hallgrímsdóttir
Sérfræðingur
Kjartan Due Nielsen
Kjartan Due Nielsen
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)
Mjöll Waldorff
Mjöll Waldorff
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)